Skip to main content

Nægjusemi veitir okkur innblástur til þess að einbeita okkur að því sem veitir raunverulega gleði, hamingju og gildi í lífinu. Nægjusamur nóvember hvetur okkur til að hugsa um neyslumynstur okkar, getum við orðið ábyrgir neytendur sem velja lífstíl sem er ekki á kostnað náttúrunnar og annars fólks.

Nægjusamur nóvember er farinn af stað, í ár munum við líkt og í fyrra setja inn verkefni vikulega sem hægt er að vinna með vinnufélögunum, nemendum eða fjölskyldu. Verkefnin má finna í fræðslupakkanum hér fyrir neðan.

Einnig munu koma inn greinar og upplýsingar um viðburði tengda nægjusömum nóvember. Allar upplýsingar um nægjusaman nóvember má finna hér