Menntatorg

Landvernd býður upp á fræðslufyrirlestra, ráðgjöf og vinnusmiðjur um umhverfis– og sjálfbærnimál sem flutt eru af sérfræðingum sem starfa hjá samtökunum. Þátttakendur í verkefnum Landverndar, svo sem menntaverkefnum, greiða ekki fyrir kynningarfyrirlestra séu þeir í beinum tengslum við verkefnið, en sé þess óskað að fá fyrirlestur um tiltekin málefni er greitt fyrir slíkt. 

Hér má sjá yfirlit yfir þau námskeið og fyrirlestra sem eru í boði fyrir þátttökuskóla í menntaverkefnum Landverndar

Hvað fellst í menntun til sjálfbærni? Kynning á menntaverkefnum Landverndar sem stuðla að menntun til sjálfbærni

Grænfánaverkefnið, kynning á verkefninu sem er eitt helsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni

Umhverfisfréttafólk, verkefnið skapar vettvang fyrir ungt fólk til að kynna sér umhverfismál og miðla upplýsingum til almennings á fjölbreyttan og skapandi hátt.

Loftslagssmiðjur er námsefni ætlað unglingastigi grunnskóla og fyrstu bekkjum framhaldsskóla.

Lifandi náttúra er námsefni ætlað nemendum á yngsta stigi grunnskóla og eldri hópum leikskóla.

Hægt er að óska eftir fræðsluerindi með því að senda póst á graenfaninn@landvernd.is

Hér má sjá yfirlit yfir þau námskeið og fyrirlestra sem eru í boði fyrir skóla, vinnustaði, félagasamtök og aðra áhugasama