Vinnuskólar

Grænfáninn í vinnuskólum

Vinnuskólar í Grænfánaverkefninu geta aðlagað Grænfánavinnuna að þeirri fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í vinnuskólunum. Tímabilið er mun styttra en á öðrum skólastigum en áherslan á menntun til sjálfbærni sú sama. Menntun til sjálfbærni eykur færni og hæfni nemenda til að greina stöðu mála í umhverfi sínu og hafa áhrif. Nemendur fá tækifæri til þess að velta fyrir sér áskorunum og taka til aðgerða.

Til þess að auðvelda vinnuskólum framkvæmdina höfum við sett upp glærupakka sem auðveldar verkefnastjórum og umhverfisnefnd vinnuna og vonandi gefur góðar hugmyndir um hvernig megi vinna með Grænfánann í vinnuskólum landsins.

Við minnum á að alltaf er hægt að senda okkur póst á graenfaninn@landvernd.is

Skrefin 7

Skrefin sjö eru verkfæri sem skólar á grænni nota til að innleiða breytingar í átt að sjálfbærni í skólastarfið. Skrefin sjö eru unnin í samvinnu nemenda og starfsfólks og eru leidd af grænfánanefnd. Hvert skref er mikilvægur liður í menntun til sjálfbærni. Þegar skrefin sjö hafa verið stigin er tímabært að sækja um grænfána sem viðurkenningu fyrir vinnuna.

Skoða skrefin 7

Þemu

Fyrir hvert grænfánatímabil velja skólar sér eitt eða fleiri þemu til að vinna að. Öll þemu byggjast á menntun til sjálfbærni og eru tengd grunnþáttum menntunar. Mikilvægt er að allir í skólanum þekki til þemans.

Skoða þemu