Landvernd rekur verkefnið með það að markmiði að leiða skóla í faglegri og árangursríkri vinnu með sjálfbærni í víðum skilningi að leiðarljósi, í sterkum tengslum við áherslur aðalnámskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla, grunnþætti menntunar sem þar eru skilgreindir, Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og aðra alþjóðlega samninga á borð við Barnasáttmálann og Parísarsamkomulagið.
Skólinn byrjar á því að skrá sig og velur sér þema. Síðan skoðar hann verkfæri sem við köllum skrefin 7. Eftir að skólinn þinn hefur stigið skrefin 7 getur hann sótt um grænfánann.