Grænfáninn

Grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntaverkefni sem stuðlar að menntun til sjálfbærni.

Verkefnið er helsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum samkvæmt UNESCO

Er skólinn þinn á grænni grein? - Komdu með!

Landvernd rekur verkefnið með það að markmiði að leiða skóla í faglegri og árangursríkri vinnu með sjálfbærni í víðum skilningi að leiðarljósi, í sterkum tengslum við áherslur aðalnámskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla, grunnþætti menntunar sem þar eru skilgreindir, Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og aðra alþjóðlega samninga á borð við Barnasáttmálann og Parísarsamkomulagið.

Skólinn byrjar á því að skrá sig og velur sér þema. Síðan skoðar hann verkfæri sem við köllum skrefin 7. Eftir að skólinn þinn hefur stigið skrefin 7 getur hann sótt um grænfánann.

Skráning

Skráðu skólann þinn á græna grein. Grænfánaskólar hafa áhrif og eru leiðandi í menntun til sjálfbærni, náttúruvernd og umhverfismálum.

Þemu

Nemendur og starfsfólk velja þema og setja markmið fyrir skólann.

Stígðu skrefin 7

Skrefin sjö eru verkfæri sem nemendur og starfsfólk skóla nota til að innleiða breytingar í átt að sjálfbærni.

Umsókn um fána

Hefur skólinn þinn stigið skrefin sjö?
Þá er tímabært að sækja um grænfána.

Þú verndar aðeins það sem þú elskar, þú elskar aðeins það sem þú þekkir, þú þekkir aðeins það sem þér er kennt.

Guðmundur Páll ÓlafssonNáttúruverndari