Grænfáninn

Grænfánaverkefnið er helsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum.

 

Menntun til sjálfbærni eykur færni og hæfni nemenda til að greina stöðu mála í umhverfi sínu og hafa áhrif.

Markmið Grænfánans

  • efla menntun til sjálfbærni og styðja skólana við að framfylgja tilmælum heimsmarkmiða og aðalnámskrár þar um. 
  • veita nemendum menntun, hæfni og getu til aðgerða til að takast á við málefni sjálfbærrar þróunar. 
  • skólinn gefi nemendum tækifæri til þess að vera virkir í umhverfis- og sjálfbærnimálum, vinna með eigin hugmyndir og hafa áhrif á samfélag sitt.  
  • efla nemendalýðræði, gagnrýna hugsun, hnattræna vitund, sköpun og samfélagskennd. 
  • minnka vistspor skólans, nemenda og starfsfólks með viðeigandi aðgerðum. 

Er skólinn þinn á grænni grein? - Komdu með!

Landvernd rekur verkefnið með það að markmiði að leiða skóla í faglegri og árangursríkri vinnu með sjálfbærni í víðum skilningi að leiðarljósi, í sterkum tengslum við áherslur aðalnámskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla, grunnþætti menntunar sem þar eru skilgreindir, Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og aðra alþjóðlega samninga á borð við Barnasáttmálann og Parísarsamkomulagið.

Skólinn byrjar á því að skrá sig og velur sér þema. Síðan skoðar hann verkfæri sem við köllum skrefin 7. Eftir að skólinn þinn hefur stigið skrefin 7 getur hann sótt um grænfánann.

Skráning

Skráðu skólann þinn á græna grein. Grænfánaskólar hafa áhrif og eru leiðandi í menntun til sjálfbærni, náttúruvernd og umhverfismálum.

Þemu

Nemendur og starfsfólk velja þema og setja markmið fyrir skólann.

Stígðu skrefin 7

Skrefin sjö eru verkfæri sem nemendur og starfsfólk skóla nota til að innleiða breytingar í átt að sjálfbærni.

Umsókn um fána

Hefur skólinn þinn stigið skrefin sjö?
Þá er tímabært að sækja um grænfána.

Þú verndar aðeins það sem þú elskar, þú elskar aðeins það sem þú þekkir, þú þekkir aðeins það sem þér er kennt.

Guðmundur Páll ÓlafssonNáttúruverndari