Umsókn um Grænfána

Þegar skólinn hefur stigið skrefin sjö, sækir hann um Grænfána. Umsókn um Grænfána.

Umsókninni fylgir greinargerð þar sem fram kemur hvernig skrefin sjö voru stigin frá síðasta fána (eða frá því að skóli skráði sig í á græna grein sé hann að sækja um fyrsta fána).

Í greinagerð er reifað á stuttan og skýran hátt hvernig skrefin sjö voru stigin skólanum, hvort að markmið hafi náðst og hvernig vinnan hafi gengið. Umsókn skal einnig fylgja a.m.k ein fundargerð umhverfisnefndar, gott er að miða við að fundargerðir séu stuttar og hnitmiðaðar

Greinargerð ásamt viðaukum, t.d. fundargerðum, umhverfisgátlistu o.fl. skal skilað á graenfaninn@landvernd.is

Starfsmaður menntateymis Landverndar fer yfir umsóknina og finnur tíma til úttektar í kjölfarið.