Skip to main content
Skoðum þátt í þáttaröðinni Hvað getum við gert? Um þræla tískunnar, ræðum þáttinn og svörum nokkrum spurningum. Verkefni fyrir 12-16 ára

Aldur: 12-16 ára

Tími: 1-2 kennslustundir
Markmið

  • Fræðast um tískusóun
  • Vekja nemendur til umhugsunar um tískusóun og hvað hægt er að gera til að sporna við henni.

Framkvæmd: Nemendur horfa á

Hvað getum við gert? – Þrælar tískunnar | RÚV Sjónvarp (ruv.is)

Svara svo eftirfarandi spurningum

Umræðuspurningar
Hvað er hraðtíska?
Af hverju viljum við kaupa okkur ný föt?
Hvað er hægt að spara mikið kolefnisspor með því að versla á loppumarkaði?
Teljið þið að unglingar séu meðvitaðir um áhrif tískuiðnaðarins á umhverfið?
Hvað geta unglingar gert til þess að leggja sitt af mörkum í umhverfismálum?
Komið með nokkrar tillögur
Eru þið líkleg til þess að fylgja þessum tillögum sem þið nefnið hér að ofan?