Skip to main content

Aldur:  4-16 ára

Tími: mislangt eftir því hvað ræktað er

Markmið:

  • Að nemendur læri að rækta kartöflur og grænmeti.
  • Að nemendur læri að sá fræjum, rækta grænmeti og setja niður kartöflur.
  • Þeir læri að búa til beð til ræktunar og fylgja ræktuninni til uppskeru.
  • Þeir læri að taka upp grænmetið og fái tækifæri til að matreiða úr uppskerunni.

Efni og áhöld: Útsæði, fræ, skóflur, spýtur til að mæla rétt bil á milli þegar sáð er og málband. Prik til að gera holur fyrir kartöflurnar. Ritföng, teikniáhöld og blöð.

Framkvæmd:

Kaupa þarf útsæði og láta nemendur fylgjast með því þegar kartöflurnar spíra. Fá garðland, undirbúa jarðveginn og gera beð tilbúin til ræktunar.  Kaupa fræ til að sá fyrir grænmeti.

Þegar kartöflurnar og garðurinn eru tilbúin er farið með verkfæri og útsæðið sett niður. Þegar það er búið, er sáð fyrir grænmetinu. Kenna þarf að skipuleggja hvaða tegund á að fara í beðin og búa til rásir og sá síðan með réttu millibili.

Teikna þarf upp garðinn og skrá hvaða tegund er í hverju beði. Skrá dagsetningu á því hvenær sett var niður.

Undirbúningur kennara

Viða að sér upplýsingum um verkefnið og leggja grunn að þeim áherslum sem nemendur vinna eftir. Útvega efni, áhöld og vera búin að fá garðland.

Hér má finna góðar upplýsingar um ræktun

Allir geta ræktað – góðar leiðbeiningar frá – Landvernd

Ræktun fyrir byrjendur – NLFÍ (nlfi.is)