Skip to main content

Plast er sniðugt efni. Það er vatnshelt, endingargott og ódýrt. Plast getur verið örþunnt og mjúkt eins og plastpoki eða grjóthart og eldþolið eins og legókubbar. Þegar við flokkum plast þá er stundum hægt að endurvinna það og búa til nýja hluti úr plastinu.

Horfa

Lesa

Góð uppfinning

Plast var fundið upp fyrir meira en 100 árum. Fyrr á öldum notaði fólk önnur efni til að búa til nytsamlega hluti. Það notaði tré, gler, leir, málm, bein, skinn og jafnvel vambir!

Í dag er plast notað í hjálplega hluti líkt og reiðhjólahjálma og björgunarvesti.

Plast hefur hjálpað til við að létta farartæki líkt og bíla og flugvélar og svo er plast notað utan um mat svo að hann skemmist síður.

Vandamálið er hvernig við notum það

Vandamálið við plast er ekki endilega plastið sjálft heldur hvernig við notum það og hversu mikið við notum.

Plast er allt of sniðugt og gott efni til að nota bara einu sinni og henda.

Á hverju ári eru framleidd þrjúhundruð og fimmtíu milljón tonn af plasti – það jafgildir þyngd allra jarðarbúa!

Helmingurinn af þessu plasti er bara notaður einu sinni!

Hvað getum við gert?

Við höfum vald til að breyta okkur sjálfum og hafa áhrif á aðra. Við höfum getu til aðgerða og getum fundið lausnir og breytt heiminum.

Við ættum að spyrja okkur sjálf hvað við þurfum í raun og veru og sleppt því svo sem er óþarfi. Kaupum ekki hluti sem rata í ruslið eftir nokkurra mínútna notkun. Spörum umhverfinu og náttúrunni það.

Einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld

Þó að við getum gert margt sjálf til að draga úr plastmengun þá verður plastvandinn seint leystur af einstaklingum einum saman. Stjórnvöld og fyrirtæki bera mikla ábyrgð og þau þurfa að hjálpa til.

Ein góð leið til að hafa áhrif er að þrýsta á þau sem ráða og fræða annað fólk í kringum okkur um stöðuna. Við getum sent góðar hugmyndir og tillögur til stjórnvalda og fyrirtækja og vakið athygli á þessu máli.

Við getum öll haft áhrif

Verkefni

Flest sveitarfélög bjóða íbúum og stofnunum, eins og skólum að flokka plast, pappír og lífrænan úrgang. Það sem ekki er flokkað kallast almennt rusl og það er í flestum tilfellum urðað eða brennt. Í þessu verkefni rannsaka nemendur hvað verður um almenna ruslið þeirra.Verkefni fyrir 10-100 ára

Plastáskorun – Hvað notar þú daglega? Hverju er auðvelt að sleppa og hverju er erfitt að sleppa? Hvaða markmið ætlar þú að setja þér?

Í þessu verkefni er sjónum beint að lausnum á plastvandanum. Hver getur gert hvað til að draga úr plastmengun? Einstaklingar, fjölskyldur, skólinn eða stjórnvöld? Hver gerir hvað?

Nemendur fara í plastkapphlaup í 15 mínútur. Þeir greina hvaðan ruslið kemur og hafa samband við fyrirtæki sem framleiddu eða seldu hlutinn og láta vita. Nemendur geta leiðbeint fyrirtækjum hvernig best er að vernda umhverfið. Verkefnið hentar 4-25 ára nemendum.

Hvað er örplast? Vissir þú að með því að keyra minna dregur þú úr því magni örplasts sem færi annars út í náttúruna? Verkefni sem fær nemendur til þess að hugleiða hvort hægt sé að draga úr örplastmengun. Verkefni fyrir 10-100 ára

Hve mikið plast er í skólastofunni? Hvaða plasti er auðvelt að sleppa? En erfitt að sleppa? Nemendur kortleggja skólastofuna. Verkefni fyrir 8-16 ára

Plast ógnar heilbrigði hafsins. Hér eru fimm hlutir sem þú getur gert strax í dag.

Gerðu þinn eigin fjölnotapoka úr gömlum stuttermabol.

Ertu hætt að kaupa plastpoka? Vantar þig poka í ruslið? Gerðu pappapoka úr dagblöðum og hjálpaðu umhverfinu.

Ítarefni

Horfa

Af hverju á plast ekki heima í hafinu? Ævar Þór Benediktsson segir frá.

Af hverju rekur rusl að Ströndum? Ásgeir Gunnar Jónsson, æðarbóndi við Breiðafjörð segir okkur frá því hvernig samspil golfstraums og pólstraums rekur rusl að landi. (2 mín) íslenska.

Hvað getum við gert? Endurhugsum framtíðina, stuttþáttaröð Landverndar um neyslu íslenska.

Fyrsti plastpokinn sem ég sá. Svava Svandís Guðmundsdóttir frá Görðum í Staðasveit, Snæfellsnesi segir okkur frá fyrsta plastpokanum sem hún fékk augum litið. (2 mín) íslenska.

Plastmengun í hafi, hvað getum við gert? Ævar Þór segir frá. (1 mín) íslenska.

Póseidon ræðst á strandgest, stutt teiknimynd.

Lesa

Hvernig er plast endurunnið? Vísindavefurinn

Hvernig verður plast til? Vísindavefurinn

Plastlaus september

Ógnvaldar hafsins – Plast. Kafli úr Hreint haf. Landvernd og Menntamálastofnun gáfu efnið út árið 2020.

Uppruni örplasts á Íslandi – skýrsla

Námsefni

Af stað með úrgangsforvarnir, Nemendahefti frá Norden i skolen.

Finndu mig í fjöru, Strandhreinsunarverkefni með börnum, Umhverfisstofnun.

Himinn og haf, Námsvefur um mengun sjávar.

Hreint haf, Rafbók og verkefnasafn um hafið og ógnvalda þess.

Jörð í hættu!? Námsvefur með þemaverkefnum og myndskeiðum.

Plast og annað sorp í hafinu, Norden i skolen.

Örplast í hafinu, Norden i skolen