Skip to main content

Allt sem við jarðarbúar gerum hefur áhrif á aðra og umhverfið alls staðar á jörðinni. Áhrifin eru mismikil, til dæmis eftir því hvar við búum, hvað við eigum mikinn pening og hvað við erum gömul. Við erum öll neytendur.

Horfa

Lesa

Neysla

Allt sem við jarðarbúar gerum hefur áhrif á aðra og umhverfið alls staðar á jörðinni.

Áhrifin eru mismikil, til dæmis eftir því hvar við búum, hvað við eigum mikinn pening og hvað við erum gömul. Við erum öll neytendur.

Allt sem við kaupum, borðum og notum kemur frá jörðinni.

Fötin sem við klæðumst, maturinn sem við borðum, tölvan á heimilinu, sjónvarpið, fjarstýringin og lengi mætti áfram telja.

En hvernig litu heimili okkar út fyrir 100 árum síðan? Áttu afar okkar og ömmur jafn mikið dót?

Með aukinni tækni og framþróun í samfélaginu hafa kröfur okkar og tækifæri aukist mikið.

Í dag er mun meira til af fötum, framandi matvælum og tækjum á heimilum okkar en áður var.

Mikilvægt er að við þekkjum öll áhrifin sem líf okkar hefur á jörðina og kunnum að bregðast við þeim. Látum ekki hendur fallast og höfum í huga að „Enginn getur gert allt, en allir geta gert eitthvað!“

Hvað getum við gert?

Það mikilvægasta sem við gerum er að endurhugsa hlutina. Hvað erum við að kaupa og nota og af hverju? Er eitthvað af því óþarfi? Manstu eftir einhverju sem þú hefur keypt þér sem þú notaðir lítið sem ekkert?

Mataræðið er eitt af því sem við getum endurhugsað. Það þýðir ekki endilega að við ættum að borða minna, heldur skiptir mestu máli hvað við borðum og hvort við erum að henda mat. Matur er mis umhverfisvænn og einn þriðji af framleiddum mat fer í ruslið. Það er eins og þú myndir kaupa þér þrjú epli og henda einu þeirra strax í ruslið.

Við getum endurhugsað ferðalögin sem við förum í og hvernig við ferðumst. Förum við til dæmis á bíl í skólann eða hjólum við? Förum við í margar styttri utanlandsferðir á ári eða eina lengri? Allt þetta hefur áhrif.

Það er gott að afþakka það sem við viljum ekki og þurfum ekki. Með því að afþakka allan óþarfa spörum við okkur tíma, þar sem við þurfum ekki að finna pláss fyrir óþarfan eða finna út hvernig á að endurvinna hann þegar þar að kemur.
Færð þú stundum óþarfa í jólagjöf eða afmælisgjöf? Gott ráð er að segja öllum gestum hvað þú raunverulega vilt fá að gjöf. Ertu að safna þér fyrir einhverju? Segðu frá því! Það eykur líkurnar á því að þú fáir pening fyrir því sem þig langar í og minnkar líkurnar á því að þú fáir óþarfa í gjöf. Svo má líka velja gott málefni og styrkja góðgerðasamtök fyrir gjafaupphæðina.

Með því að einfalda og kaupa minna spörum við pening og þurfum sjaldnar að taka til.

Átt þú einhvern hlut sem þú notar ekki lengur? Það eru mikil verðmæti í hlutunum, jafnvel þó við séum hætt að nota þá. Föt er hægt að gefa eða selja áfram; og svo er hægt að nota efnið til þess að sauma eitthvað alveg glænýtt. Sama má segja með hluti. Raftækjum má stundum skila til framleiðanda eða aðila sem gerir þau upp og selur aftur.

Endurvinnsla er vissulega mikilvæg, en við ættum bara að endurvinna það sem við getum ekki afþakkað, sleppt því að kaupa eða endurnýtt.

Við getum öll haft áhrif

Það er hlutverk okkar allra að hugsa um jörðina.

Við sem einstaklingar getum gert margt en stjórnvöld og fyrirtæki eiga líka að sinna sínu hlutverki.

Við getum minnt þau á hlutverkið sitt með því að senda þeim póst, hefja undirskriftasöfnun, óska eftir fundi með ráðafólki og fleira og fleira.

Hvað getum við gert?

Þetta hefur ekki alltaf verið svona en fyrir fimmtíu árum, í kringum 1970 fór mannkynið að byrja að lifa á yfirdrætti og aldrei í sögu jarðarinnar höfum við notað eins mikið og nú. Það er margt sem við getum sjálf gert til þess að hafa áhrif á umhverfismálin og sjálfbæra þróun og minnka þannig vistsporið okkar. Neyslu þríhyrningur Landverndar er hannaður til þess að hjálpa einstaklingum við nákvæmlega þetta.

Með því að styðjast við hann gerumst við ábyrgir neytendur. Þegar við kaupum eitthvað er góð regla að skoða hvort varan samræmist okkar gildum og spyrja okkur spurninga eins og :

Frá hvaða landi kemur varan?

Fá þeir sem framleiða vöruna mannsæmandi laun?

Er hugað að dýravelferð við gerð vörunnar?

Er gengið mikið á auðlindir jarðar við framleiðslu vörunnar?

Hefur varan þungt vistspor?

Oft getur verið erfitt að finna svörin við öllum spurningum okkar. Til þess að einfalda okkur valið er gott að þekkja viðurkennd umhverfismerki sem segja til um t.d. framleiðsluhætti, umhverfisáhrif og mannréttindi.

Það að endurhugsa neysluna felur líka í sér að skoða ferðalögin sem við förum í og hvernig við ferðumst. Förum við til dæmis á bíl í skólann eða hjólum við? Förum við í margar styttri utanlandsferðir á ári eða eina lengri? Því allt þetta hefur áhrif á vistspor okkar.

Getur þú minnkað þitt vistspor?

Mundu við getum öll haft áhrif

Við getum öll haft áhrif

Verkefni

Hlutverkaleikur sem opnar augu nemenda á þeim áhrifum sem aukin hnattvæðing kann að hafa á matvælaframleiðslu. Nemendur eiga að átta sig á mismunandi hagsmunum og ígrunda hvernig núverandi hagkerfi ýtir undir núverandi framleiðsluhætti. Verkefni fyrir 16 – 100 ára.

Nemendur skoða það sem mannfólkið þarfnast til að lifa og skipuleggja lítið samfélag sem hefur allt sem það þarf í litlu geimskipi. Verkefni fyrir 10-20 ára nemendur.

Nemendur læra um hringrásarhagkerfið og velta fyrir sér hringrás þeirra hluta sem þeir tengja við. Fyrir 8-16 ára.

Nemendur læra aðferðir sem hægt að er gera heima til þess að sporna gegn matarsóun. Nemendur læra um matarsóun og aðferðir til þess lágmarka hana. Verkefni fyrir 10-12 ára

Í þessum stutta leik eru nemendur að velta fyrir sér hegðun sína í daglegu lífi og hversu auðlindafrek hún er. Verkefni fyrir 12-100 ára

Þetta verkefni opnar augu þátttakenda fyrir þeim áhrifum sem þeir verða fyrir dags daglega frá markaðssetningu og auglýsingum. Verkefni fyrir 14-100 ára

Nemendur kynna sér málið og útbúa námskeið fyrir jafnaldra eða almenning. Verkefni fyrir 16-25 ára.

Nemendur læra um auðlindir og hvað það merki að þær séu endurnýjanlegar eða óendurnýjanlegar. Verkefni fyrir 13-25 ára.

Nemendur skoða nestið sitt og meta virði þess og kostnað fyrir umhverfið og náttúruna. Verkefni fyrir 14-20 ára.

Léttur leikur til að kveikja til umhugsunar og umræðna um tengsl milli neyslu og hamingju. Markmiðið er að þátttakendur velti fyrir sér að hvaða leyt hamingja þeirra tengist neysluvörum. Verkefni fyrir 8-100 ára

Grænþvottur á sér stað þegar þeirri ímynd er haldið á lofti að eitthvað sé umhverfisvænna en það raunverulega er. Þetta verkefni fær nemendur til þess að hugsa betur um hversu umhverfisvænar vörur eru raun og veru.

Verkefni sem fær nemendur til þess að skoða raunverulegar þarfir sínar,og velta fyrir sér spurningum á borð við: þurfum í raun að eiga allt sem við eigum? Verkefni fyrir 6-10 ára

Ítarefni

Námsefni

Grænu skrefin. Menntamálastofnun. Grænu skrefin. Menntamálastofnun.

Af stað með úrgangsforvarnir, Nemendahefti frá Norden i skolen.

Finndu mig í fjöru, Strandhreinsunarverkefni með börnum, Umhverfisstofnun.

Himinn og haf, Námsvefur um mengun sjávar.

Hreint haf, Rafbók og verkefnasafn um hafið og ógnvalda þess.

Jörð í hættu!? Námsvefur með þemaverkefnum og myndskeiðum.

Plast og annað sorp í hafinu, Norden i skolen.

Örplast í hafinu, Norden i skolen

Sjálfbærni (mms.is) Kafli um sjálfbæra neyslu framleiðslu