Skip to main content

Loftslagskvíði er tilfinning sem felur í sér kvíða, áhyggjur eða óvissu vegna loftslagsbreytinga. Fólk með mikinn loftslagskvíða óttast til dæmis jörðin og heimurinn séu alveg líða undir lok vegna mengunar og loftslagsbreytinga. 

Horfa

Lesa

Hvað er loftslagskvíði

Loftslagskvíði er tilfinning sem felur í sér kvíða, áhyggjur eða óvissu vegna loftslagsbreytinga. Hvað getum við gert ef við erum með loftslagskvíða? Hrjáir hann marga á Íslandi? Eru til lausnir á vandanum? Skoðum málið nánar 

Fjögur ráð við loftslagskvíða

1.Verum meðvituð um eigin tilfinningar

Þegar við upplifum vonleysi, þá þurfum við að minna okkur á það sem við getum raunverulega gert.

 

2.Greinum áhyggjur okkar

Spáum í hvort við getum gert eitthvað í stöðunni eða ekki. Það er margt sem við getum gert í þágu umhverfisins og það er gott að forgangsraða og tímasetja verkefnin.

 

3.Setjum okkur raunhæf markmið

Einbeitum okkur að því að breyta rétt í þágu umhverfisins á þann hátt sem við treystum okkur til. Setjum okkur nokkur markmið til skemmri tíma og bætum síðan ofan á þau þegar vel hefur tekist.

 

4.Gleymum ekki að njóta lífsins

Það er vissulega mikilvægt að gera eitthvað í málunum. Til þess að geta gert það þurfum við líka að hlúa að okkur sjálfum og njóta lífsins.

Við megum 

  • skemmta okkur 
  • gleyma okkur 
  • hlæja 
  • sinna áhugamálum
  • hugsa um eitthvað annað en loftslagsmálin 

Fyrirmyndin Jane Goodall

Heimsfræga vísindakonan Jane Goodall hefur hvatt fólk til þess að leggja sitt af mörkum í þágu umhverfis og loftslagsmála. Ef öll myndu leggja eitthvað af mörkum væri staðan örugglega betri en ef fá eru að gera allt 100% rétt og flest að gera lítið. 

Ef við ætlum okkur að taka hverja einustu ákvörðun fullkomlega rétt fyrir umhverfið er hætta á að við verðum örþreytt og gefumst upp. Við verðum að geta veitt okkur svigrúm upp að einhverju marki og lifað lífi okkar. 

Það að reyna að finna sátt við það að sumt getum við haft áhrif á en ekki allt. Vandinn er ekki einstaklingsins að leysa heldur samfélagsins í heild. Stjórnvöld þurfa að axla ábyrgð. 

Enginn getur allt en allir geta eitthvað. 

Við getum öll haft áhrif

Verkefni

Öll höfum við áhyggjur af einhverju og þær geta haft mikil áhrif á líðan okkar, Áhyggjutréð hjálpar okkur í því að vinna með áhyggjur okkar. Verkefni fyrir 12-100 ára

Hugsanir okkar hafa áhrif á líðan og hegðun, hugsanir geta valdið líkamlegum viðbrögðum. Leikur sem fær okkur til þess að velta því fyrir okkur hvernig við finnum fyrir kvíða. Hentar öllum aldri

Þó að við sjáum allskyns fréttir um það sem mætti betur fara í loftslagsmálum þá má er ýmislegt sem gengur vel. Nemendur leita uppi jákvæðar fréttir um loftslagsmálin á netinu. Verkefni fyrir 12-100 ára

Loftslagskvíði er algengur. Getum við lært um loftslagsmál en tæklað loftslagskvíða í leiðinni? Hér er verkefni sem gefur okkur hugmyndir um hvernig megi minnka loftlagskvíða.

Í þessum stutta leik hugleiða nemendur sínar skoðanir á nokkrum málum tengdum loftslagsbreytingum og ræða þær við aðra nemendur. Verkefni fyrir 14 – 100 ára

Náttúran er gott meðal við streitu. Útivist og tengsl viðnáttúruna dregur úr streitu og eykur vellíðan. Með því að eyða 20 mínútum í náttúrunni,hvort sem það er göngutúr eða sitja í kyrrð, þá minnkar framleiðslan á streituhormónum.