Skip to main content

Það er óhætt að segja að loftslagsbreytingar séu ein mesta áskorun sem mannkynið stendur frammi fyrir í dag. Loftslagsbreytingar eru samtvinnaðar öðrum áskorunum sem tengjast sjálfbærni og er því um flókið, margbreytilegt, en afar brýnt málefni að ræða á heimsvísu. Það sem málið snýst fyrst og fremst um er að loftslagsbreytingar eru af manna völdum, þ.e. að maðurinn er, með umsvifum sínum, að valda gífurlegum breytingum á loftslaginu sem hefur áhrif á allt lífkerfið.

Horfa

Lesa

Jörðin er heimili okkar...

og eini hnötturinn í alheiminum sem við vitum með fullvissu að geymi líf. Hér finnast örverur, frumverur, plöntur, sveppir og dýr.

Lofthjúpurinn sem umlykur Jörðina heldur á okkur hita og verndar okkur gegn skaðlegum geislum.

Meðalhiti jarðar er 15 gráður á celsíus. Þetta hitastig hentar okkur vel og er ákveðnum efnum í lofthjúpnum að þakka. Þessi efni kallast gróðurhúsalofttegundir og þeim tilheyra meðal annars koltvíoxíð CO2, metan CH4 og vatnsgufa H2O.

Gróðurhúsalofttegundirnar gleypa í sig varma og halda hita á jörðinni, líkt og plánetan okkar væri í lopapeysu. Án þeirra væri meðalhitinn á jörðinni mínus átján gráður á celsíus.

Þetta kallast gróðurhúsaáhrif. Þau eru náttúrulegt fyrirbæri og án þeirra væri ekki líft á jörðinni.

Vandamálið er hvernig við notum það

Vandamálið við plast er ekki endilega plastið sjálft heldur hvernig við notum það og hversu mikið við notum.

Plast er allt of sniðugt og gott efni til að nota bara einu sinni og henda.

Á hverju ári eru framleidd þrjúhundruð og fimmtíu milljón tonn af plasti – það jafgildir þyngd allra jarðarbúa!

Helmingurinn af þessu plasti er bara notaður einu sinni!

Hvað þarf að gera?

Á síðustu 100 árum hefur styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum aukist mikið vegna athafna mannsins.

Þá sérstaklega vegna bruna á kolum, olíu og öðru jarðefnaeldsneyti til að framleiða rafmagn og nota í iðnað og samgöngur.

Losun metans frá landbúnaði og urðun urgangs hefur aukist og

gróðureyðing veldur minni bindingu koltvíoxíðs í gróðri og jarðvegi.

Þetta gerir það að verkum að styrkur gróðuhúsloftegunda í lofthjúpnum hefur aukist – lopapeysan hefur þykknað.

Frá iðnbyltingunni hefur Losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum gert það að verkum að loftslagið hefur nú þegar hlýnað að meðaltali um 1°C

Hnattræn hlýnun hefur víðtæk áhrif. Hafís og jöklar bráðna, sjávarborð hækkar, gróður og dýr þurfa að takast á við breytt búsvæði, þurrka, flóð og, skógarelda, heimshöfin

Stjórnvöld og fyrirtæki bera ábyrgð, bendum þeim á það

Þó það sé a ábyrgð þeirra sem ráða í heiminum að leysa þennan stóra vanda sem loftslagshamfarir eru þá er margt sem við sem einstaklingar getum gert til að vera hluti af lausninni.

Breyting á okkar eigin lífsstíl og neysluvenjum er fyrsta skrefið og svo getum við haft áhrif á aðra í kringum okkur.

”Enginn er of smár til að hafa áhrif” eru mikilvæg skilaboð frá Gretu Thunberg. Hún hefur sjálf sannað þetta í verki með því að hafa komið af stað stórri alþjóðlegri hreyfingu ungs fólks sem krefst þess að ráðafólk ráðist í alvöru loftslagsaðgerðir.

Þegar fólk tekur sig saman getur það skapað mikinn þrýsting á fyrirtæki, stjórnmálafólk og aðra einstaklinga.

Í gegnum söguna hefur tekist að gera miklar og mikilvægar breytingar og við getum það aftur núna. Því munið, enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað og við getum öll haft áhrif.

Myndband um loftslagsbreytingar fyrir yngri nemendur

Við getum öll haft áhrif

Verkefni

Hvað getum við lært um nútímann af fortíðinni og framtíðinni? Amma, afi, ég og barnabarnið mitt er valdeflandi verkefni sem setur stöðu mála í dag í samhengi við fortíð og framtíð.

Hugsum nútíð og fortíð í framtíð og finnum lausnir. Árið er 2050 og við höfum náð tökum á loftslagsbreytingum. Í heiminum ríkir friður og það er liðin tíð að mannfólkið taki yfirdrátt á auðlindum jarðar. Hugsanaæfing.

Í þessu verkefni er sjónum beint að lausnum á plastvandanum. Hver getur gert hvað til að draga úr plastmengun? Einstaklingar, fjölskyldur, skólinn eða stjórnvöld? Hver gerir hvað?

Vitnisburður um loftslagsmál er hlutverkaleikur þar sem nemendur setja sig í spor mismunandi ungmenna í allskonar löndum og velta fyrir sér þeirra upplifun og hugleiðingum varðandi loftslagsbreytingar. Verkefni fyrir 10-16 ára

Verkefnið byggir á bakrýni sem er er gagnleg leið til að takast á við flókin viðfangsefni líkt og loftslagsbreytingar og eru valdeflandi fyrir nemendur. Verkefni fyrir 10-100 ára

Stígðu fram er hlutverkaleikur um mannréttindi, loftslagsréttlæti og umhverfismál. Nemendur kanna mun á stöðu fólks eftir búsetu, kyni, stétt eða áhrifum loftslagsbreytinga. Verkefni fyrir 13-30 ára

Nemendur greina vandamál, fara í þankahríð og gera hugarkort þar sem þeir velta upp mörgum hliðum og greina svo hversu auðvelt eða erfitt er að leysa vandamálið. Aðferðinni má beita á flest vandamál. Verkefnið hentar öllum aldri

Hvernig standa fyrirtæki og stofnanir og stjórnvöld sig? Nemendur fara í heimsókn í fyrirtæki eða stofnanir í nærumhverfinu og bjóða upp á umhverfismat þar sem nemendur leggja gátlista fyrir fulltrúa fyrirtækjanna/stofnana og stinga upp á hugmyndum. Hentar 4-25 ára nemendum.

Ertu hætt að kaupa plastpoka? Vantar þig poka í ruslið? Gerðu pappapoka úr dagblöðum og hjálpaðu umhverfinu.

Í verkefninu taka nemendur sig til, hafa áhrif og grípa til aðgerða. Komið þið auga á eitthvað vandamál í ykkar nærumhverfi sem þyrfti að leysa?

Loftslagskvíði er algengur. Getum við lært um loftslagsmál en tæklað loftslagskvíða í leiðinni?

Ítarefni

Horfa

Áhrif loftslagsbreytinga á réttindi barna. Ævar Þór Benediktsson útskýrir loftslagsbreytingar. UNICEF. 

Skilaboð frá Greta Thunberg. Enska. 3:30 mín. #NatureNow. WWF. World Wildlife Fund. 

Greta Thunberg. Viðtal. Why We Need Government Action to Save the Planet. 9:10 mín. Enska. Greta Thunberg  og Trevor Noah ræða saman.  The Daily Show 

Greta Thunberg talar um loftslagsbreytingar. 11:30 mín.  Enska. The disarming case to act right now on climate change. TED-EX í Stokkhólmi. 

Home. Fræðslumynd á vef Menntamálastofnunar. 

Hvað eru gróðurhúsaáhrif? Hreyfimynd. Landvernd. 

Hvað getum við gert? Endurhugsum framtíðina, stuttþáttaröð Landverndar um neyslu.

Hvað getum við gert? Staðan. 1. Þáttur. 10. Mín. Félag Sameinuðu þjóðanna og Saga film. 

Jörðin. Hvað er að gerast? 10:00 mín. Viðtal við Sævar Helga Bragason. Krakkarúv. 

Kolefnishringrás. Enska. Ætlað miðstigi og yngra stigi.

Kolefnishringrás. Enska. Ætlað unglingastigi og eldri.

Loft. Fræðslumyndband um loft og loftslagsbreytingar. 6:30 mín. Jörð í hættu!? 

Loftslagsbreytingar. Mörg myndbönd. Enska og Franska. Office for Climate Education. 

Lesa

Gróðurhúsaáhrif og hlýnun Jarðar. Landvernd.

Loftslagsbreytingar. Umhverfisstofnun.

Loftslagsbreytingar og súrnun sjávar. Himinn og haf.

Loftslag.is Vefur um loftslagsmál

Loftslagsmál. Upplýsingasíða. Himinn og haf.

Loftslagsmál. Vefur Landverndar um loftslagsmál.

Loftslagsréttlæti. Landvernd.

Loftslagsmál og samgöngur. Eitt af þemum grænfánans. Skólar á grænni grein.

Loftslagsbreytingar, hamfarir og flóttafólk. Formaður Rauða Krossins skrifar. Landvernd.

Land og loftslagsbreytingar. Pistill eftir Dr. Hafdísi Hönnu Ægisdóttur.

Parísarsamkomulagið. Landvernd.

That’s how fast the carbon clock is ticking. Enska. Mercator research institute on global commons and climate change.

Hlusta

Greta Thunberg og skólaverkfölll á Íslandi. Íslenska. Krakkakastið. 15:24 mín.

Dr. Hafdís Hanna Ægisdóttir talar um vistheimt. Íslenska. 10:30 mín. Samfélagið. Rás 1.

Dr. Hafdís Hanna Ægisdottir talar um bjartsýni fyrir umhverfið. Íslenska. 11:30 mín Samfélagið. Rás 1.

Námsefni

Jörð í hættu!? Þverfaglegt námsefni sem samþættir náttúrufræði og samfélagsgreinar.

Grænu skrefin. Menntamálastofnun. Grænu skrefin. Menntamálastofnun.

Hreint haf. Sjá kafla 3. Ógnvaldar hafins. Námsefni um hafið og áhrif þess á líf okkar. Landvernd og Menntamálastofnun.

Kolefnisreiknir. Hefur þú reiknað út þitt kolefnisspor? Efla og Orkuveita Reykjavíkur.

Komdu og skoðaðu umhverfið. Menntamálastofnun.

Loftslagbreytingar. Efni fyrir kennara. Verkefni, myndbönd, leikir. Enska. Office for Climate education.

Loftslagsbreytingar. Náttúrufræði á nýrri öld. NaNo.

Verður heimurinn betri? Námsefni frá Félagi Sameinuðu þjóðanna.