Skip to main content
Landvernd

Keppnin 2021

By mars 29, 2023No Comments

Keppnin 2021

Á ári hverju býðst ungu fólki í grunn- og framhaldsskólum að taka þátt í samkeppni á vegum LandverndarSamkeppnin ber heitið Umhverfisfréttafólk og snýst um að koma umhverfismáli að eigin vali á framfæri við almenning með fjölbreyttum leiðum.

Fjölmörg verkefni bárust í keppnina, voru þau af ólíkum toga og komu frá skólum víðsvegar af landinu.

Framhaldsskólar

Fyrsta sæti

Ljósmynd – Sæt tortíming/Sweet destruction

Íris Lilja Jóhannsdóttir, Fjölbrautaskólinn við Ármúla. 

Umsögn dómnefndar

Ein mynd segir oft meira en þúsund orð. Þessi listræna nálgun á hækkandi hitastig jarðar og neysluhyggju okkar grípur strax augað og vekur mann til umhugsunar.

Annað sæti

Vefsíðan – Matarsóun í skólum

Helga Laufey Rúnarsdóttir, Hjörtur Snær Halldórsson, Lingný Lára Lingþórsdóttir, Jóna Kristín Þórhallsdóttir, Sesselja Helgadóttir, Menntaskólinn að Laugarvatni.

Umsögn dómnefndar

Hér tekst að koma réttu magni af upplýsingum á framfæri um mikilvægt málefni á valdeflandi hátt.

Skoða vefinn

Val unga fólksins

Vefsíða – Áhrif snyrtivara á umhverfið

Indíana Ásmundsdóttir, Katrín Ása Wongwan, Priyanka Dana Antao og Tinna Hilmarsdóttir,  Fjölbrautaskólinn við Ármúla.

Umsögn dómnefndar

Vel unnið verkefni sem styðst við áreiðanlegar heimildir. Flott að vekja athygli á þessu vandamáli því það er ekki oft í sviðsljósinu. Mikilvægt er að fræða samfélagið um þær slæmu afleiðingar sem sumar snyrtivörur hafa á umhverfið og vera meðvitaður um þá mengun sem hlýst af framleiðslu þeirra.

Áhrif af snyrtivörum eru beintengd við heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna og við erum sammála höfundum verkefnisins – margt smátt gerir eitt stórt!

Skoða vefinn

Grunnskólar

Fyrsta sæti

Instagramsíðan – Umbúðarplast

Berglind Björt Leifsdóttir, Hekla Rán Hilmisdóttir og
Matthías Máni Ingimarson. Garðaskóli.

Umsögn dómnefndar

Síðan fjallar um aðkallandi málefni á aðgengilegan og hnitmiðaðan hátt. Þar að auki er hún vel uppsett sem í þeim hafsjó upplýsinga sem við svömlum í á netinu er gríðar mikilvægt.

Verkefni hlaut einnig verðlaunin Val unga fólksins

Umsögn dómnefndar

Verkefninu tekst vel að miðla upplýsingum um það stóra vandamál sem umbúðaplast er í okkar nútíma samfélagi.

Instagram síðan er vel uppsett, lifandi og aðgengileg fyrir alla til að fræðast eftir góðum heimildum. Gaman að sjá notkun á bæði myndum og sögum á Instagram vegg verkefnisins.

Umbúðaplast er gríðarlega stórt vandamál og virðist oft gleymast á Íslandi, þó svo að flokkunarkerfin séu góð, þá er alltaf hægt að gera betur og vekja fólk til umhugsunar um plast í daglegu lífi.

Fyrsta skrefið í átt að minnka notkun umbúðaplast og auka endurvinnslu þess er einmitt að gera fræðslu aðgengilega og þar eru samfélagsmiðlarnir frábært tól. Gaman væri að sjá verkefnið halda áfram og stækka á miðlinum.

Annað sæti

Hlaðvarp – Áhrif Covid á umhverfið

Hera Björk, Magnús og Margrét Eva
Garðaskóli.

Umsögn dómnefndar

Hlaðvarp er gríðarlega ört vaxandi miðill sem hefur upp á mikið að bjóða, sér í lagi þegar fjallað er um brýn málefni eins og hér. Hér er á ferðinni metnaðarfullt verkefni sem er vel undirbúið, vel framkvæmt og vel frágengið.

Hlusta á hlaðvarpið

Þriðja sæti

Tölvuleikur – Björgum skjaldbökunum

Ragnheiður, Sveinn og Theó. Laugalækjarskóli.

Umsögn dómnefndar

Skemmtilegt og metnaðarfullt verkefni sem sýnir nýstárlega máta til að fræða og hafa jákvæð áhrif á umhverfisvitund og stuðla að umhverfisvernd. Þar að auki er hressandi að fá tölvuleik þar sem skjaldbökum er bjargað, í stað þess að rauðklæddur pípulagningamaður fái stig fyrir að kremja þær.

Taktu þátt á næsta ári!

Um leið og við óskum öllum vinningshöfum til hamingju með vel unnin verkefni þá má nefna að fjölmörg önnur frábær verkefni bárust í keppnina, þakkar Landvernd öllum fyrir þátttökuna.

Grunn- og framhaldsskólar geta skráð sig til leiks fyrir næstu önn.

Allt um verkefnið má finna hér