Skip to main content

Framkvæmd

Takið viðtal við einhvern sem fæddist á fyrri hluta síðustu aldar (a.m.k. fyrir árið 1960, því fyrr á öldinni því betra). Þetta getur verið amma, afi, frændi, frænka eða einhver annar í kringum þig sem er fædd/ur fyrir árið +/-1960.

Viðkomandi á að svara spurningunum miðað við lífið þegar hann/hún var að alast upp.

Spurningar

Hvaða ár fæddist þú?
Hvar bjóstu (í borg/þorpi/sveitabæ)?
Hvað var í matinn hjá þér á jólunum?
Er mikill munur á matnum þá og nú?
Var maturinn nýttur betur?
Hvernig voru umbúðirnar utan um matinn?
Hvaða matur minnir þig á æskujólin þín?
Hvernig voru jólafötin þín? Fengu allir ný jólaföt?
Hver er þín minnistæðasta jólagjöf úr æsku?
Er eitthvað sem við ættum að breyta varðandi jólahald númtímans að þínu mati?
Hver er helsti munurinn á jólahaldi dagsins í dag og þegar þú varst að alast upp?
Spurningar að eigin vali, hvað fleira viltu vita?

Svaraðu sömu spurningum hér að ofan, en nú sjálfa/n þig þegar þú varst að alast upp.

Ímyndaðu þér að nú sé árið 2080. Þú ert að taka viðtal við barnabarnið þitt. Þú notar sömu spurningar og í fyrri tveimur hlutunum en svörin semur þú sjálf/ur.

Passaðu að svörin sýni fram á að samfélagið hafi breyst til hins betra hvað varðar umhverfisvernd, loftslagsbreytingar og tengd málefni. Notaðu svörin frá ömmu og afa og þín eigin svör til að hjálpa þér.

Er eitthvað sem kom fram í svörum ömmu og afa sem æskilegt væri að við tækjum upp aftur til upp varðandi jólahald?

Afurð

Hlaðvarp, grein eða myndband. Sjá grein um skapandi skil hér.