Skrefin 7

1. Umhverfisnefnd

Fyrsta skrefið er að setja á laggirnar umhverfisnefnd í skólanum. Nemendur og starfsfólk vinna saman að breytingum í átt að sjálfbærni í skólanum.

Í vinnuskólum getur þetta t.d verið einn flokkur með áhugasömum hópstjóra, ungt fólk sem ráðið er sérstaklega inn til þess að sjá um umhverfis og sjálfbærnimál, áhugsamir nemendur þvert á flokka. Útfærsla á umhverfisnefnd er opin og geta skólar aðlagað hana að sinni starfsemi

2. Mat á stöðu mála

Annað skref er að meta stöðu umhverfismála í skólanum. Nefndin velur þema

Auðvelt er aðlaga mörg þemu að þeirri hefðbundnu starfsemi sem fram fer í vinnuskólunum t.d þemun Lífbreytileiki, Vistheimt Náttúruvernd, Neysla og hringrásarhagkerfið. Þemu sem gaman getur verið að taka til þess að brjóta upp hefðbundið starf í vinnuskólunum eru t.d Hnattrænt réttlæti, Lýðheilsa o.fl.

Hér má finna hugmyndir um hvernig má vinna með þemað lýðheilsa í vinnuskólum

3. Aðgerðaáætlun og markmið

Þriðja skrefið er að setja sér markmið og gera aðgerðaráætlun. Hvað viljið þið gera? Hverju viljið þið breyta? Nemendur og starfsfólk taka virkan þátt.

Markmiðssetning

Nemendur að vinna við hringborð

4. Eftirlit og endurmat

Fjórða skrefið er að hafa eftirlit með vinnunni og endurmat á markmiðum sem nefndin setti sér. Höfum við náð markmiðum? Þarf að setja ný? Hvernig metum við árangurinn?

Markmiðin ættu helst að vera SMART Skýr Mælanleg Aðgerðamiðuð Raunhæf og Tímasett.

Hér má nálgast markmiðsetningarblað

5. Fræðsla

Fimmta skrefið er að samþætta umhverfismálin við starfið t.d. vera með fræðslu um umhverfismál og sjálfbærni í vinnuskólanum. Vinna verkefni eða fara í leiki tengd umhverfismálum. 

upplýsingatafla í versló

6. Upplýsa og fá aðra með

Sjötta skrefið er að upplýsa og fá aðra með. Mikilvægt er að auka tengsl skólans og nemenda við nærsamfélagið og segja frá því sem vel er gert.

7. Umhverfissáttmáli

Sjöunda skrefið er umhverfissáttmáli. Sáttmálinn er loforð til Jarðarinnar sem nemendur og starfsfólk koma sér saman um.

grænfáninn á upplýsingaspjaldi