Skip to main content

Fataiðnaður er einn mesti mengunarvaldur í heiminum í dag. Með því að kaupa ný föt þá erum við að ýta undir aukna framleiðslu, sem þarf stórt landrými og mikið vatn.

Horfa

Lesa

Afhverju kaupum við ný föt?

Það kannast margir við að langa í ný föt. Við segjum stundum, mig langar nýjar buxur, mig langar í nýja úlpu og jafnvel þó að nóg sé af flíkum inni í skáp.

Afhverju viljum við ný föt, ef við eigum nóg?

Stundum slitna fötin okkar, þau verða of lítil, sumir kaupa föt til sér til skemmtunar, eru nýungagjarnir, eru að eltast við ákveðna ímynd eða eru þrælar tískunnar.

Þeir sem stjórna tískunni breyta henni mjög hratt, þannig geta fataframleiðendu selt sífellt meira. Einn daginn er ákveðinn litur, snið eða hælar á skóm í tísku, næsta dag er það ekki smart lengur og þú þarft að kaupa nýtt til þess að tolla í tískunni. Sumir leggja mikið á sig og eyða miklum peningum til þess að vera alltaf í nýjustu tísku.

Stundum er sagt að betra sé að hafa persónulegan stíl heldur en að eltast við tískuna endalaus. Hvað finnst þér flott, hvað fer þér vel?  Er hægt að blanda saman gömlu og nýju?

Hvaðan kemur flíkin þín?

Það kannast margir við að langa í ný föt. Við segjum stundum, mig langar nýjar buxur, mig langar í nýja úlpu og jafnvel þó að nóg sé af flíkum inni í skáp.

Afhverju viljum við ný föt, ef við eigum nóg?

Stundum slitna fötin okkar, þau verða of lítil, sumir kaupa föt til sér til skemmtunar, eru nýungagjarnir, eru að eltast við ákveðna ímynd eða eru þrælar tískunnar.

Þeir sem stjórna tískunni breyta henni mjög hratt, þannig geta fataframleiðendu selt sífellt meira. Einn daginn er ákveðinn litur, snið eða hælar á skóm í tísku, næsta dag er það ekki smart lengur og þú þarft að kaupa nýtt til þess að tolla í tískunni. Sumir leggja mikið á sig og eyða miklum peningum til þess að vera alltaf í nýjustu tísku.

Stundum er sagt að betra sé að hafa persónulegan stíl heldur en að eltast við tískuna endalaus. Hvað finnst þér flott, hvað fer þér vel?  Er hægt að blanda saman gömlu og nýju?

Umhverfisáhrif

Fataiðnaður er einn mesti mengunarvaldur í heiminum í dag. Með því að kaupa ný föt þá erum við að ýta undir aukna framleiðslu, sem þarf stórt landrými og mikið vatn. T.d.  til þess að búa til einar gallabuxur þarf um 20.000 þúsund lítra af vatni, sem er drykkjarvatn fyrir eina manneskju í um 28 ár. Í textílinn eru líka sett ýmis skaðleg efni sem menga út frá sér t.d. litarefni sem skolast út í drykkjarvatn.

Hvað getum við gert?

Við þurfum kannski ekki að hætta því alveg en við gætum hugsað okkur betur um áður en við kaupum, þurfum við fötin?get ég keypt notuð föt eða fengið lánuð? Væri hægt að setja upp fataskiptimarkað í skólanum? Getum við frekar keypt föt sem eru framleidd á umhverfisvænan hátt ?

Getum við nýtt fötin betur sem við eigum, kannski breytt þeim og saumað ný úr efninu, ef við þurfum að losa okkur við föt þá á ekki að henda þeim ekki í ruslið heldur frekar selja þau eða gefa til hjálparstofnanna.

Við getum haft áhrif með því að hugsa áður en við kaupum og nýtt betur það sem við eigum og mundu umhverfisvænasta flíkin er sú sem þú átt nú þegar inn í skáp.

Við getum öll haft áhrif

Verkefni

Nemendur eiga að skoða hvaða áhrif fataframleiðsla hefur á íbúa og náttúruna þar sem föt eru framleidd. Þau geta valið sér umfjöllunarefni sem tengist þessu og miðlunarleið sem þau vilja. Verkefni fyrir 14-20 ára

Tveir eða þrír vinna saman. Þeir skoða heimasíðuna Gerum sjálf og finna sturlaðar staðreyndir um fataframleiðslu og koma því á framfæri. Verkefni fyrir 10 ára og eldri

Fræðumst um hringrásar og línulegt hagkerfi, teiknum upp okkar dæmi um ferðalag flíkur. Verkefni fyrir 6-16 ára

Verkefni þar sem nemendur skoða fötin sín og finna uppruna þeirra og skoða úr hvaða efnum þau eru. Verkefni fyrir 6-16 ára

Þetta er verkefni er vinnusmiðja um föt sem kennarar í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi unnu með sínum nemendur.

Þetta verkefni opnar augu þátttakenda fyrir þeim áhrifum sem þeir verða fyrir dags daglega frá markaðssetningu og auglýsingum. Verkefni fyrir 14-100 ára

Fataiðnaðurinn hefur þróast mjög hratt og trúlega margt breyst frá því að amma og afi voru ung. Í þessu verkefni taka nemendur viðtal við eldri manneskju sem þau þekkja og ræða hvernig umgengni var við föt á árum áður. Verkefni fyrir 10 – 16 ára

Skoðum þátt í þáttaröðinni Hvað getum við gert? Um þræla tískunnar, ræðum þáttinn og svörum nokkrum spurningum. Verkefni fyrir 12-16 ára

Með aukinni samfélagsmiðlanotkun hefur áreiti tengt neyslu á vörum aukist. Verkefnið fær nemendur til þess að velta því fyrir sér hvort svokallaðar duldar auglýsingar hafi áhrif á þá og eru hvattir til þess að horfa með gagnrýnum augum á svokallaða áhrifavalda. Verkefni fyrir 12 – 18 ára

Tíska er okkur afar hugleikinn, tísku er gjarnan skipt upp í tvo flokka hröð tíska e. fast fashion og hæg tíska e. slow fashion. En hvað þýðir þetta? Nemendur kynna sér málið og fræða aðra. Verkefnið hentar 14-20 ára

Verkefni sem fær nemendur til þess skoða strigaskó út frá umhverfissjónarmiðum. Hvaðan kemur hann? Úr hverju er hann? Nemendur horfa á stutt myndband og velja svo milli tveggja verkefna. Verkefni fyrir 12-18 ára

Gamlar flíkur og ýmislegt annað sem hægt er að endurnýta á skapandi hátt. Nemendur fá fræðslu um hringrásarhagkerfið og endurnýtingu hluta. Hanna síðana sinn eigin fatnað eða fylgihlut úr gamalli flík, afgangsefni og /eða öðru endurnýtanlegu efni.

Óskilamunir í skólanum eru skoðaðir og greindir – hvað kosta þeir? Nemendur skoða virði hlutanna og finna vonandi í leiðinni eitthvað sem þeir hafa týnt – eða geta komið merktum hlutum til skila. Verkefni fyrir 8-16 ára

Gerðu þinn eigin fjölnotapoka úr gömlum stuttermabol. Verkefni hentar öllum aldri

Gamlar flíkur og ýmislegt annað sem hægt er að endurnýta á skapandi hátt. Nemendur fá fræðslu um hringrásarhagkerfið og endurnýtingu hluta. Hanna síðana sinn eigin fatnað eða fylgihlut úr gamalli flík, afgangsefni og /eða öðru endurnýtanlegu efni.

Ítarefni