Skip to main content

Þegar landnemarnir komu til Íslands á níundu öld var stór hluti landsins vaxinn birki skógi en í dag þekja birkiskógar einungis 1,5% landsins. Meginástæðan fyrir því að við höfum tapað næstum öllum birkiskógunum okkar er ósjálfbær landnýting í gegnum aldirnar, m.a. skógarhögg, kolagerð og ofbeit.

Birkifræsöfnunin 2023 er hafin, landsátakið býður upp á námskeið, fyrirlestra og fræðslu er lýtur að birki, söfnun fræja og sáningu fyrir t.d. skóla, félagasamtök og fyrirtæki. Nálgast má upplýsingar um það sem í boði er með fyrirspurn í gegnum netfangið birkiskogur@gmail.com

Endurheimt birkiskóga felur í sér margvíslegan ávinning, þar á meðal eykur hún bindingu kolefnis.

Tilvalið er að nýta sér fræðslupakka Grænfánans um birki til þess að fræðast meira um birki. Pakkinn inniheldur myndband, texta og verkefni fyrir alla aldurshópa.