Skip to main content

Þekking á nærumhverfinu eykur virðingu fyrir því og hvetur til bættrar umgengni. Einstaklingar sem umgangast og þekkja náttúrulegt landslag í sinni heimabyggð eru líklegri til að taka afstöðu með náttúrunni og þannig stuðla að vernd hennar.

Horfa

Lesa

Hvað eru átthagar?

Í stuttu máli er það umhverfi, náttúra og samfélag í eða nálægt heimabyggð okkar.

En til þess að útskýra það aðeins nánar þá er hægt að skipta átthögum gróflega í nærumhverfi annars vegar og nærsamfélag hins vegar.

Nærumhverfi

Til nærumhverfis telst þá það sem er að finna í umhverfinu, bæði náttúrulegt landslag, eins og fjöll og dalir, fossar og fjörur, og manngert umhverfi eins og byggingar, vegir, stígar og almenningsgarðar svo eitthvað sé nefnt.

Hvernig lítur nærumhverfi skólans út?

Eru hólar eða hæðir? Fjöll og dalir? Getið þið farið í ferð út fyrir skólann þar sem þið upplifið breytt landslag? Hvernig hefur það landslag myndast? Þekkir þú einhver örnefni í nærumhverfinu?

Nærsamfélag

Til nærsamfélagsins teljast svo íbúar samfélagsins og það sem þeir hafa byggt upp, s.s. félög, samtök, stofnanir, fyrirtæki og önnur samfélagsfyrirbæri.

Hvaða stofnanir og fyrirtæki er að finna í nágrenninu?

Getið þið haft samband við fólkið sem býr og starfar í kringum skólann? Getið þið kennt þeim eitthvað eða lært eitthvað af þeim? Getið þið haft áhrif á nærumhverfið ykkar með einhverjum hætti. Dæmi eru um að nemendur í Grænfánaskólum hafi sent sveitafélögum ábendingar og beiðnir, t.d þar sem óskað er eftir betri umgengni í bæjarfélaginu eða jafnvel tillögur að breytingum í skólalóðinni.

Allir geta haft áhrif á samfélagið sem þeir búa í.

Afhverju er mikilvægt að þekkja átthaga?

Þekking á nærumhverfinu eykur virðingu fyrir því og hvetur til bættrar umgengni.

Einstaklingar sem umgangast og þekkja náttúrulegt landslag í sinni heimabyggð eru líklegri til að taka afstöðu með náttúrunni og þannig stuðla að vernd hennar.

Með því að kynnast stofnunum og fyrirtækjum í nærsamfélaginu lærum við betur á samfélagið sem við búum í og vitum hvert við eigum að leita um ákveðin málefni.

Þannig getum við einnig haft áhrif á samfélagið og umhverfið til hins betra.

Hver einstaklingur eru mikilvægur hluti af sínu samfélagi.

Það er nauðsynlegt að ríkis- og sveitarstjórnir, fyrirtæki og stofnanir hafi umhverfi og fólkið í samfélaginu ætíð í fyrirrúmi við allar ákvarðanir og gjörðir.

Fólkið í samfélagins þarf að fá að hafa eitthvað að segja í ákvörðunum sem snerta það. Það á að hafa vald til að setja pressu á fólkið sem stjórnar.

Við getum öll haft áhrif

Verkefni

Í þessu verkefni er farið í gönguferð/rútuferð að vatnsbóli/uppsprettu. Skoðað og fræðst um hvernig vatnið verður tært og neysluhæft í hringrás sinni í náttúrunni. Verkefni fyrir 4-12 ára

Verkefni sem stuðlar að auknu umferðaröryggi barna með því að gera þau læsari á umhverfið sitt. Verkefnið opnar augu nemenda fyrir öryggi gangandi og hjólandi nemenda í skólann. Verkefni fyrir 6-9 ára

Verkefni þar sem unnið í samstarfi við heimilin. Börnin læra að þekkja nærumhverfi heimilis síns, s.s. helstu kennileiti og örnefni og geti upplýst aðra. Verkefni fyrir 3-6 ára

Nemendur fá tækifæri til þess að fara í gegnum þrautabrautir í náttúrunni. Þrautabrautir reyna á ýmsa þætti s.s. kjark, líkamlega færni og hreysti, samvinnu og virðingu fyrir náttúrunni. Verkefni fyrir 2-12 ára

Nemendur skoða nærumhverfið sitt með gagnrýnum augum. Meta hvað þeir vilja að sé til staðar í nánasta umhverfi sínu út frá ólíkum þörfum einstaklinga. Nemendur tjá hugmyndir sínar um lausnir taka afstöðu til málefna sem varða heimabyggð með því að vega og meta ólíka kosti. Verkefni fyrir 12-20 ára

Nemendur gefa út rafrænt fréttablað sem fjallar um umhverfismál. Með það að markmiði að auka víðsýni og efla virðingu nemenda fyrir náttúruauðlindum og umhverfi og um leið fræða aðra.

Verkefni þar sem börnin skoða nærumhverfið sitt með vökulum augum. Taka myndir af því og endurskapa það sem þau sáu úr endurnýtanlegum efnivið. Verkefni fyrir 4-10 ára

Í verkefninu fá börnin tækifæri til þess að kynnast nærumhverfi sínu á fjölbreyttan hátt. Börnin fá að kynnast, sögum, þulum og ævintýrum er tengjast nærumhverfi leikskólans. Verkefni fyrir 2-6 ára

Nemendur fara á einhvern stað úti við til að skrifa í vasabækur. Vasabókin er sérstök aðferð til að halda til haga minningum og hugmyndum um ýmislegt úti í náttúrunni. ofl.  Verkefnið hentar vel 10 – 25 ára

Nemendur fara út í nærumhverfið og ímynda sér að þeir séu lífvera sem heldur til þar og skrifa síðan ljóð. Verkefnið hentar 10-20 ára

Nemendur skoða hvað þeir geta gert til að styðja við loftslagið, umhverfið og náttúruna og framkvæma það. Verkefni fyrir 10-16 ára.

Verkefni sem fær nemendur til þess að skoða raunverulegar þarfir sínar,og velta fyrir sér spurningum á borð við: þurfum í raun að eiga allt sem við eigum? Verkefni fyrir 6-10 ára

Nemendur fara í plastkapphlaup í 15 mínútur. Þeir greina hvaðan ruslið kemur og hafa samband við fyrirtæki sem framleiddu eða seldu hlutinn og láta vita. Verkefnið hentar 4-25 ára nemendum.

Að fara í göngutúr er frábær skemmtun og býður upp á ýmsa möguleika. Það getur verið gaman að brjóta upp gönguna með leikjum eða gera rannsókn á umhverfinu.

Ítarefni