Þekking á nærumhverfinu eykur virðingu fyrir því og hvetur til bættrar umgengni. Einstaklingar sem umgangast og þekkja náttúrulegt landslag í sinni heimabyggð eru líklegri til að taka afstöðu með náttúrunni og þannig stuðla að vernd hennar.
Horfa
Lesa
Hvað eru átthagar?
Í stuttu máli er það umhverfi, náttúra og samfélag í eða nálægt heimabyggð okkar.
En til þess að útskýra það aðeins nánar þá er hægt að skipta átthögum gróflega í nærumhverfi annars vegar og nærsamfélag hins vegar.
Nærumhverfi
Til nærumhverfis telst þá það sem er að finna í umhverfinu, bæði náttúrulegt landslag, eins og fjöll og dalir, fossar og fjörur, og manngert umhverfi eins og byggingar, vegir, stígar og almenningsgarðar svo eitthvað sé nefnt.
Hvernig lítur nærumhverfi skólans út?
Eru hólar eða hæðir? Fjöll og dalir? Getið þið farið í ferð út fyrir skólann þar sem þið upplifið breytt landslag? Hvernig hefur það landslag myndast? Þekkir þú einhver örnefni í nærumhverfinu?
Nærsamfélag
Til nærsamfélagsins teljast svo íbúar samfélagsins og það sem þeir hafa byggt upp, s.s. félög, samtök, stofnanir, fyrirtæki og önnur samfélagsfyrirbæri.
Hvaða stofnanir og fyrirtæki er að finna í nágrenninu?
Getið þið haft samband við fólkið sem býr og starfar í kringum skólann? Getið þið kennt þeim eitthvað eða lært eitthvað af þeim? Getið þið haft áhrif á nærumhverfið ykkar með einhverjum hætti. Dæmi eru um að nemendur í Grænfánaskólum hafi sent sveitafélögum ábendingar og beiðnir, t.d þar sem óskað er eftir betri umgengni í bæjarfélaginu eða jafnvel tillögur að breytingum í skólalóðinni.
Allir geta haft áhrif á samfélagið sem þeir búa í.
Afhverju er mikilvægt að þekkja átthaga?
Þekking á nærumhverfinu eykur virðingu fyrir því og hvetur til bættrar umgengni.
Einstaklingar sem umgangast og þekkja náttúrulegt landslag í sinni heimabyggð eru líklegri til að taka afstöðu með náttúrunni og þannig stuðla að vernd hennar.
Með því að kynnast stofnunum og fyrirtækjum í nærsamfélaginu lærum við betur á samfélagið sem við búum í og vitum hvert við eigum að leita um ákveðin málefni.
Þannig getum við einnig haft áhrif á samfélagið og umhverfið til hins betra.
Hver einstaklingur eru mikilvægur hluti af sínu samfélagi.
Það er nauðsynlegt að ríkis- og sveitarstjórnir, fyrirtæki og stofnanir hafi umhverfi og fólkið í samfélaginu ætíð í fyrirrúmi við allar ákvarðanir og gjörðir.
Fólkið í samfélagins þarf að fá að hafa eitthvað að segja í ákvörðunum sem snerta það. Það á að hafa vald til að setja pressu á fólkið sem stjórnar.
Við getum öll haft áhrif
Verkefni
Ítarefni
Horfa
Eldað úr afgöngum frá Landvernd og Zero Waste – Hvernig nýtum við afgangana.
Fornhagablokkin, Hvað getum við gert? RÚV
Hvað höfum við gert? Matarsóun. Saga film
Hver ber ábyrgð? Hvað getum við gert? RÚV
Kolefnislaus rækjukokteill. Hvað getum við gert? RÚV.
Matarspor – Kolefnisspor máltíða. Efla
Matarsóun – Notaðu afgangana. Helga Braga og Umhverfisstofnun
Matarsóun – Notaðu nefið. Helga Braga og Umhverfisstofnun
Matarsóun – Skipuleggðu ísskápinn. Helga Braga og Umhverfisstofnun
Simpleshow explaines the Carbon Footprint.
The beauty of ugly food. Tristram Stuart.
The journey of bananas. From land to your hand. National Geographic.
Lesa
Af hverju er matarsóun vandamál? Umhverfisstofnun
Afleiðingar matarsóunar, Rannveig Magnúsdóttir, Landvernd.
Food: Greenhouse gas emissions. Our world in data.
Hvað er kolefnisspor? Vísindavefurinn
Hvað get ég gert? Umhverfisstofnun
Hvernig mengar það að borða kjöt? Vísindavefurinn.
Hvernig minnka ég matarsóun? Áttavitinn
Kolefnisfótspor fjölskyldna. Loftslagsdæmið. RÚV.
Kolefnisspor, fræðsla og rannsókn hjá Háskóla Íslands
Systematic review of greenhouse gas emissions for different fresh food categories. Journal of Cleaner Production.
Þriggja vikna launum hent í ruslið. Viðtal við Rannveigu Magnúsdóttur, Landvernd.
Námsefni
Af stað með úrgangsforvarnir, verkefni um matarsóun, Nemendahefti frá Norden i skolen.
Food for the future. Námsefni á ensku.
Fræ til framtíðar, ræktun matvæla í skólastofunni.
Grænu skrefin. Menntamálastofnun.
Jörð í hættu!?, þema nauðsynjar og rusl Námsvefur með þemaverkefnum og myndskeiðum.
Kolefnisreiknir. https://www.kolefnisreiknir.is/
Lifandi náttúra, lífbreytileiki á tækniöld. Landvernd.
Matarsóun. Glærukynning – Saman gegn matarsóun, Umhverfisstofnun.
Neysla, Grænu skrefin. Menntamálastofnun.
Saman gegn matarsóun, námsefni eftir Rannveigu Magnúsdóttur og Jóhönnu Höskuldsdóttur hjá Landvernd.
The impact of our food. Office for Climate Education.
We Eat Responsibly, námsefni um matarsóun. Samstarfsverkefni erlendra grænfánaskóla.