Vistheimt er ferli sem stuðlar að bata vistkerfis8 sem hefur hnignað, skemmst eða eyðilagst. Vistkerfi eru samfélög plantna, dýra, sveppa og örvera og samspil þeirra við umhverfi sitt og mynda þau grundvöll þess að líf þrífist hér á Jörð. Í vistheimt er ákveðnum aðgerðum beitt, gjarnan inngripum, til að skila vistkerfum til fyrra ástands og getu, eftir því sem frekast er kostur. Aðgerðirnar geta verið mismiklar eftir því hversu hnignað vistkerfið er. Með vistheimt er dregið úr rofi, tegundir lífvera eru endurheimtar og bætt úr starfsemi vistkerfanna s.s. hringrásum næringarefna.
Hugtakabanki
Ágeng framandi lífvera
Þegar lífvera er flutt af mannavöldum inn á nýtt svæði er hún kölluð framandi
lífvera og ef hún skaðar lífríkið sem þar er fyrir þá er hún orðin framandi ágeng lífvera. Einkenni ágengra
framandi lífvera eru m.a. þau að þær fjölga sér hratt, þær geta lifað á mjög fjölbreyttu fæði eða við fjöl
breyttar aðstæður. Minkur, lúpína og skógarkerfill eru dæmi um ágengar framandi tegundir á Íslandi.
Framræsla votlendis
Þegar votlendi er þurrkað upp með skurðum. Votlendi geyma gríðarlega
mikið magn af kolefni og þegar votlendi eru þurrkuð upp með þessum hætti þá losnar kolefnið út í
andrúmsloftið og eykur þannig gróðurhúsaáhrifin.
Frostlyfting
Þegar vatn frýs í jarðvegi sem hefur lítinn gróður, myndast ísnálar sem lyfta moldinni upp.
Plöntur sem hafa náð að spíra og vaxa í svona moldarflagi yfir sumarið, þola frostlyftingu mjög illa og oft
slitna hreinlega ræturnar. Frostnálar myndast ekki í vistkerfum í góðu ástandi.
Gróður- og jarðvegseyðing
Þegar efsta lagið af gróðrinum losnar frá og það sést í bera mold þá kall
ast það jarðvegsrof. Þetta rof getur verið m.a. vegna vatns, vinds, jarðskjálfta eða vegna athafna okkar
mannsins. Ef ástand landsins er gott og það fær frið þá grær þetta sár strax aftur en ef landið er í slæmu
ástandi getur rofið stækkað. Mikil gróður- og jarðvegseyðing getur leitt til landhnignunar og að land
verði örfoka.
Hnignað vistkerfi/landhnignun
Vistkerfi sem er í slæmu ástandi. Fyrstu einkenni hnignunar í grónu
landi geta verið að víðitegundir og lyng hverfa eða verða mun óalgengari. Alvarleg gróður- og jarðvegs
eyðing getur verið lokastig hnignunar og land í slíku ástandi er mjög skemmt og þar er mikil frostlyfting.
Þar er hvorki gróður né mold eftir og jarðvegurinn sem situr eftir er næringarsnauður og ófrjór.
Hringrásir
Í náttúrunni eru margir ferlar samtímis í gangi. Vistkerfi í góðu standi þurfa að vera með virkar
hringrásir vatns, næringarefna, kolefnis og súrefnis.
Innlend tegund
Allar tegundir lífvera eiga sér upprunaleg heimkynni þar sem þær þróuðust yfir langan
tíma. Innlend tegund er sú sem er innan náttúrulegs útbreiðslusvæðis og hefur þróast þar eða komist
þangað með náttúrulegum hætti. Tófa og holtasóley eru dæmi um innlendar tegundir á Íslandi.
Landlæsi
Það er hægt að læra að lesa landið og sá sem er landlæs þekkir muninn á örfoka landi og landi
í góðu ástandi. Landlæsi er einnig það að þekkja einkenni lands sem er í framför (að batna) eða sem er
að hnigna (að versna).
Lífbreytileiki/Líffræðileg fjölbreytni
nær yfir breytileika innan tegunda, milli tegunda og þeirra vist
kerfa sem þessar lífverur mynda og eru hluti af, á landi, í sjó og ferskvatni.
Loftslagshamfarir / Loftslagsváin
Hnignuð (skemmd) vistkerfi á landi hafa neikvæð áhrif á loftslagið
að því leyti að þau binda minna koltvíoxíð úr andrúmsloftinu en vistkerfi í góðu standi gera. Það sama á
sér stað þegar náttúrulegum gróðri er eytt til að rýma fyrir landbúnaði eða þegar gróður og jarðvegur
eyðist af öðrum ástæðum, þá losnar koltvíoxíð sem áður var bundið í jarðveginum út í andrúmsloftið
og stuðlar þannig að aukningu gróðurhúsaáhrifa. Súrnun sjávar er ein birtingarmynd loftslagshamfara.
Náttúruvernd
er sú stefna að vilja vernda náttúruna fyrir óæskilegum áhrifum af athöfnum mannsins.
Vistheimt/endurheimt vistkerfa
er ferli sem hjálpar hnignuðu (skemmdu) vistkerfi að ná bata og að
koma náttúrulegum ferlum, eins og hringrásum vatns og næringarefna, aftur af stað. Þegar þessar hring
rásir eru komnar í gang heldur vistkerfið sjálft áfram gróa.
Válisti
er skrá yfir lífverur sem eiga undir högg að sækja eða eru í útrýmingarhættu. Á Íslandi hafa verið
gefnir út válistar fyrir plöntur, fugla og spendýr.
Vistkerfi
er hugtak yfir náttúruna sem nær yfir allar lífverur (t.d. bakteríur, orma, spendýr, sveppi, plöntur,
köngulær og fugla) og alla umhverfisþætti (t.d. loftslag, vatn og næringarefni) sem finnast á tilteknu
svæði. Þessi svæði geta verið margskonar að stærð og lögun sem fer eftir samspili lífvera og umhverfis
þeirra. Vistkerfi geta t.d. verið birkiskógur, votlendi, mói, tjörn eða fjara. Á Íslandi er að finna vistkerfi
sem eru einstök á heimsvísu. Þessar aðstæður veita lífverum óvenjuleg tækifæri og því eru margar þeirra
í hraðri þróun.
Efnahagur
Fjárhagsleg staða ríkis https://islenskordabok.arnastofnun.is/ord/9179
Geta til að gerða
Er hæfni til að nota á virkan hátt þekkinguna um sjálfbæra þróun og að bera kennsl á vandamál sem koma vegna ósjálfbærar þróunar til að stuðla að sjálfbærri þróun innan samfélaga. Ferli er felur í sér að rannsaka og rýna í, sjá fyrir sér aðstæður eða lausnir, taka virkan þátt og breyta því sem er innan færis hvers og eins.
Loftlagskvíði
Er tilfinning sem felur í sér kvíða, áhyggjur eða óvissu vegna loftslagsbreytinga. Hér má sjá myndband um loftlagskvíða
Umbreytandi nám
‘I tengslum við menntun til sjálfbærni er skilgreiningin sú að þetta sé ferli þar sem einstaklingar velta fyrir sér eigin gildum og viðhorfum og skoða á gagnrýnin hátt hvaða gildi og gjörðir hafa leitt okkur á ósjálfbæra braut. Umbreytandi nám felur í sér breytingu á skilning á möguleikum okkar í samtíð og framtíð og skapandi hugsun um nýjar leiðir, gildi og aðgerðir sem stuðla að sjálfbærri þróun.
Matarsóun
Við erum að eyðileggja náttúruauðlindir, við erum að stuðla að eymd fólks í öðrum löndum. Það er verið að stunda þrælahald fyrir mat sem við hendum svo. Það er verið að eyðileggja regnskóga fyrir mat sem við hendum svo. Fólk þarf að átta sig á því hverju það er að henda.
Á heimsvísu er talið að um þriðjungi af framleiddum mat til manneldis eyðileggist eða sé sóað, það er um 1.3 milljarður tonna. Norðurlandabúar sóa um 3,5 milljónum tonna af mat árlega!
Sjálfbærni
Það eru til margar skilgreiningar á sjálfbærni en í grunninn snýst sjálfbærni um að allir Jarðarbúar, óháð því hvar og hvenær þeir eru fæddir, geti mætt sínum þörfum (t.d. hreint vatn, matur, húsaskjól, menntun og heilbrigðisþjónusta) án þess að þeir gangi það nærri auðlindum og lífríki Jarðar að komandi kynslóðir geti ekki mætt sínum þörfum.
Kolefni / CO2
Lofttegundin CO2 á sér mörg nöfn og það getur verið svolítið ruglingslegt. M.a. er talað um koltvísýring, koltvíildi, koltvíoxíð eða koldíoxíð en þetta eru allt nöfn yfir sama hlutinn. Oft er líka talað um kolefni (á ensku: carbon) til einföldunar og það verður gert í þessu námsefni. Þessi lofttegund samanstendur af einni kolefnisfrumeind (C) sem er bundin við tvær súrefnisfrumeindir (O+O). Jafnvel þó flestir tali um þessa lofttegund í dag eins og hún sé vondi karlinn eða jafnvel mengun þá er hún mikilvægur hluti af lofthjúpnum á jörðinni sem heldur okkur á lífi. Við öndum t.d. frá okkur koltvísýringi og plönturnar og aðrar ljóstillífandi lífverur breyta honum í súrefni og sú hringrás heldur áfram endalaust. Þegar kolefni er aukið í andrúmsloftinu okkar (af mannavöldum) þá veldur það breytingum á loftslaginu sem skýrir af hverju kolefni er oft talið slæmt. Lífverur (og við sjálf) innihalda mikið af kolefni (C) og þegar t.d. regnskógur er brenndur þá losnar þetta kolefni út í andrúmsloftið, binst súrefni og myndar CO2.
Gróðurhúsaáhrifin
Sólin sendir frá sér geisla sem lenda á yfirborði jarðar. Hluti þeirra endurkastast frá jörðinni sem varmi aftur út í lofthjúpinn. Lofttegundir í lofthjúpnum gleypa hluta af þessum endurkastaða varma og halda honum að jörðinni þannig að hann sleppur ekki út í geiminn. Þannig helst hiti á jörðinni, svolítið eins og hún væri í lopapeysu. Þessar lofttegundir eru kallaðar gróðurhúsalofttegundir enda virka þær að nokkru leyti eins og gróðurhús. Kolefni (CO2) ásamt öðrum gróðurhúsalofttegundum eins og t.d. metani (CH4) og vatnsgufu (H2O), er að finna í lofthjúpi jarðar. Þetta náttúrulega fyrirbæri kallast gróðurhúsaáhrif og án þeirra væri meðalhiti á jörðinni um 30 gráðum minni en hann er núna, eða um -17°C og jörðin væri þá of köld til að við gætum lifað hér.
Kolefnisspor
er mælikvarði á magn gróðurhúsalofttegunda sem losnar út í andrúmsloftið við mannlegar athafnir. Það vísar, með öðrum orðum, til þess magns koltvísýrings sem losað er, beint eða óbeint, vegna daglegra athafna, s.s. samgangna, neyslu, heimilishalds, matarsóunar og annars. Lífsstíll hefur því mikil áhrif á stærð kolefnisspors hvers og eins. Til að jafna út kolefnisspor sitt má græða land eða planta trjám sem binda sambærilegt magn kolefnis og losunin segir til um. Góð leið til að minnka kolefnisspor sitt er að minnka neyslu (t.d. keyra og fljúga minna og kaupa minna).
Vistspor
er annar mælikvarði á þau áhrif sem mannfólkið hefur á jörðina. Kolefnisspor er ólíkt vistspori að því leyti að kolefnisspor mælir eingöngu áhrif lífsstíls á magn kolefnis í andrúmslofti á meðan vistsporið tekur til mun fleiri þátta. Vistspor er mælikvarði á hve mikið af gæðum jarðar fólk nýtir við neyslu sína og hve miklum úrgangi eða mengun það skilar frá sér. Því meiri sem neyslan er því stærra er vistsporið.
Loftslagshamfarir af mannavöldum
Þegar gróðurhúsaáhrif eru aukin, þ.e. þegar meira af gróðurhúsalofttegundum er dælt út í andrúmsloftið m.a. við bruna á kolum og olíu, iðnað, landeyðingu og matarsóun, sleppur minni varmi út um lofthjúpinn. Varminn helst því innan lofthjúpsins með þeim afleiðingum að jörðin hlýnar. Þessi aukning er nú þegar farin að hafa í för með sér alvarlegar breytingar á jörðinni okkar, m.a. bráðnun jökla, hækkun sjávar, þurrka, stærri og hættulegri fellibylji. Þessar breytingar hafa hingað til verið kallaðar loftslagsbreytingar en það orð er ekki mjög lýsandi. Greta Thunberg, sem hratt af stað loftslagsverkföllum ungmenna um allan heim árið 2018, er á meðal þeirra sem bent hafa á að ekki ætti að nota orðið loftslagsbreytingar (á ensku: climate change) heldur meira lýsandi orð eins og t.d. loftslagshamfarir, hamfarahlýnun eða loftslagsvá (á ensku: climate crisis). Í þessu námsefni verður orðið loftslagshamfarir notað.
Umhverfiskostnaður
kostnaður sem fer ekki inn í verðið á vörunni, svo sem ýmis ágangur á náttúruna (t.d. skógareyðing, mengun, ofnýting á vatni), kolefnisspor, lélegar aðstæður verkafólks o.þ.h.
Hnattrænt réttlæti
snýst um jafnan rétt allra jarðarbúa til að uppfylla ákveðnar grunnþarfir. Þetta eru þarfir eins og aðgangur að mat og vatni, skjól gegn veðri og vindum, aðgangur að heilsugæslu, vörn gegn sjúkdómum og hvers konar ofbeldi, aðgangur að menntun, réttlæti og félagskap við annað fólk. Allir eiga jafnt tilkall til alls þessa óháð kynþætti, litarhætti, kynferði, kynhneigð, tungumáli, trú, skoðun, þjóðerni, uppruna, eignum, ætterni eða öðrum aðstæðum. Réttur allra jarðarbúa til þessara grunnþarfa hefur verið samþykktur með alþjóðlegum sáttmálum og markmiðum á vegum Sameinuðu þjóðanna m.a. Mannréttindayfirlýsingin, Barnasáttmálinn og Heimsmarkmiðin.
Umhverfismerki
Umhverfismerki segja okkur að varan uppfylli kröfur um ýmsa þætti svo sem sjálfbærni, heilnæmi og sanngirni. Áreiðanleg umhverfismerki (Svanurinn og Evrópublómið m.a.) hjálpa okkur að velja það sem er best fyrir umhverfi og heilsu og réttlætismerki (siðgæðisvottun) eins og Fair trade segir okkur að varan uppfylli kröfur um ýmsa félagslega þætti svo sem að verkafólkið fái sanngjörn laun og að vinnuaðstæður séu í lagi.
Lífbreytileiki
Þróun lífvera hefur tekið milljónir ára og á þessum tíma hafa þróast ótal tegundir lífvera. Lífbreytileiki felur í sér fjölbreytileika allra lífvera hér á jörðu, þ.e. plantna, dýra, sveppa og örvera. En lífverur af sömu tegund geta líka verið ólíkar. Horfðu yfir bekkinn þinn og sjáðu hvað þið eruð öll ólík. Þessi breytileiki er einnig hluti af lífbreytileika. Samspil lífvera innan vistkerfa er oft flókið og margbreytilegt og sé mikilvægur hlekkur tekinn út, eins og t.d. býfluga, getur það verið mjög slæmt fyrir kerfið í heild því býflugur eru mikilvægir frjóberar og án þeirra eiga plöntur erfitt með að fjölga sér. Það sama á við ef ný tegund kemur inn í vistkerfi. Fjöldi tegunda eykst jú tímabundið en sumar nýjar tegundir geta orðið ágengar og valdið því að aðrar tegundir hverfi úr vistkerfinu. Dæmi um ágengar tegundir á Íslandi eru t.d. minkur og alaskalúpína.
Vistkerfi og vistkerfaþjónusta
Vistkerfi er hugtak yfir náttúruna sem nær yfir allar lífverur (t.d. bakteríur, orma, spendýr, plöntur, köngulær og fugla) og alla umhverfisþætti (t.d. loftslag, vatn og næringarefni) sem finnast á tilteknu svæði. Vistkerfi geta t.d. verið skógur, mýri, mói, tjörn eða fjara. Vistkerfi í góðu ástandi veita okkur ákveðin gæði sem kalla má þjónustu. Þessi vistkerfaþjónusta er til dæmis náttúruafurðir eins og fæða, hreint loft, vatn, eldsneyti og húsaskjól. Einnig má tala um mýrar og votlendi sem vistkerfaþjónustu því þær geta dregið úr hættu á flóðum. Þessi þjónusta skiptir miklu máli fyrir okkur og ef við förum ekki vel með náttúruna þá getur dregið úr henni eða hún stöðvast, þannig að við fáum ekki áfram fæðu eða hreint vatn svo dæmi séu tekin.
Auðlindir
náttúruauðlindir geta verið afar margar og ólíkar en eiga það sameiginlegt að þær eru eitthvað sem við mennirnir getum nýtt okkur. Í sambandi við mat og matarsóun eru kannski helstu auðlindirnar vatn, næringarefni (áburður), landsvæði (akur, regnskógur) og orka til að flytja matinn til og frá (rafmagn, olía).
Örfoka Land
Vistkerfi sem hafa misst gróður og jarðveg, virka ekki lengur til að viðhalda gróðri og dýralífi,
geyma vatn, búa til súrefni og binda kolefni. Land í svona slæmu ástandi kallast örfoka land og þjónusta
vistkerfisins er nær engin.
Þjónusta vistkerfa
Vistkerfi í góðu ástandi veita okkur ákveðin gæði sem kalla má þjónustu. Þessa
þjónustu vistkerfa er að finna bæði á landi og í sjó og er til dæmis náttúruafurðir eins og fæða, hreint
loft, vatn, eldsneyti og húsaskjól.
Hagkerfi
Skipan samfélags hvað varðar atvinnulíf, fjármagn og viðskipti https://islenskordabok.arnastofnun.is/ord/17399
Hamfarahlýnun
Ein af mörgum birtingarmyndum loftslagsbreytinga sem er hlynun loftslags.
Hnattræn vitund/alheimsvitund
Er vitund um innbyrðis tengsl fólks, samfélaga, hagkerfa og náttúrunnar um allan heim. Hún leggur áherslu á ábyrgð og áhrif einstaklinga, samfélaga, fyrirtækja og ríkja í þágu allra samfélaga, ekki bara þeirra eigin.
Valdefling
Ferli þar sem einstaklingar (hópar) öðlast innri styrk og sjálfstraust til þess að gera markmið og hagsmuni sína sýnileg, standa fyrir þeim gagnvart öðrum og framfylgja þeim á lýðræðislegan hátt.
Hnattræn borgaravitund
Tilgangur hnattrænnar borgaravitundar er að mennta heimsborgara sem í sínu einkalífi, í sinni vinnu og sem virkir lýðræðisborgarar eru meðvitaðir um siðferðisleg markmið friðsæls og réttláts heims og standa fyrir því með aðgerðum og virkni eins og þeim er mögulegt.