Skip to main content

Á haustmánuðunum hittust fulltrúar frá Grænfánanum, UNICEF og Félagi Sameinuðu þjóðanna og funduðu um menntaverkefnin sem þau standa fyrir og möguleikana sem fylgja því að samvinna þessi verkefni í skólum.

Þetta var gert að frumkvæði Mennta- og Barnamálaráðuneytisins sem hefur á undanförum árum lagt aukna áherslu á að styðja við ýmis skólaverkefni sem styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, innleiðingu Barnasáttmálans og mannréttindi og lýðræði almennt.

Grænfánaverkefnið hefur í aðgerðaráætlun sinni 2022-2026 sett sér það markmið að efla og dýpka menntun til sjálfbærni í þátttökuskólum með sérstakri áherslu á Heimsmarkmið SÞ og grunnþætti menntunar í aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla. Einnig að tengja verkefnið við önnur stærri verkefni sem tengjast sjálfbærni í skólastarfi.

Í Grænfánaverkefninu er lögð áhersla á aukna þátttöku nemenda  og styður það við valdeflingu nemenda, getu þeirra til aðgerða og lýðræðismenntun sem hefur sterka tengingu við áherslur Barnasáttmálans. Einnig er lögð sérstök áhersla á mannréttindi og hnattræna vitund.

Hér má sjá tengingu Grænfánaverkefnisins við hvert heimsmarkmið

Hér má sjá tengingu hvers þema við heimsmarkmiðin

Öll ný verkefni í verkefnakistu eru merkt með þeim heimsmarkmiðum sem eiga við

Stefnt er að því að auka samtalið milli þessara verkefna en augljóst er að það liggja mörg tækifæri þar sem samlegðaraáhrifin eru mikil.

Nýja heimasíðan https://menntuntilsjalfbaerni.is/formlega opnuð