Skip to main content

Aldur:  4-8 ára

Tími: 2 kennslustundir

Markmið:

  • Markmiðið með er að að lágmarka alla notkun á plasti í daglegu lífi okkar og gera börn og fullorðna meðvitaðri um skaðsemi þess fyrir umhverfið.
  • Auka samvinnu milli heimili og skóla

Efni og áhöld: vigt og fjölnota innkaupapoki

Framkvæmd:

Frásögn frá leiksskólanum Norðurbergi af verkefninu

 

Verkefni hjá elstu börnunum var að safna plasti sem til fellur á heimili barnanna í þrjá daga. Foreldrar tóku mjög vel í samvinnuna og allir krakkarnir voru með eða 27 talsins. Við hittumst síðan og fórum yfir innihaldið á pokunum og veltum því fyrir okkur hverju við gætu sleppt í daglegri notkun. Við komum okkur saman um að við gætu sleppt einnota innkaupapokum, pokum undir ávexti og grænmeti. Við þyrftum ekki að kaupa ruslapoka heldur nýta þá poka sem koma með vörum inn á heimilið. Við töldum einnig að foreldrar ættu að koma með fjölnota poka til að tína saman fötin í lok viku eða lok dags.

Umræður mynduðust um óþarfa umbúðir utan um matvæli einsog t.d. utan um hamborgara (óþarflega miklar umbúðir), kex (oft tvær til þrjár pakkningar utan um kexvörur) o.sfrv. Einnig ræddum við um að við á Íslandi þyrftum ekki að kaupa ferskt vatn á flöskum þar sem við værum með gott vatn til að fylla á flöskur.

Að lokum vigtuðum við plastið og kom í ljós að þessi hópur, 29 fjölskyldur, söfnuðu samanlagt 6,4 kg af plasti yfir þrjá daga. Við reiknuðum út að hver fjölskylda léti frá sér 80 g af plasti á dag og á heilu ári léti hver fjöslkylda frá sér 29 kg af plasti. Síðan reiknuðum við út að í leikskólanum væru 137 fjölskyldur og létu þær frá sér samtals 4000 kg yfir árið. þetta þykir okkur ansi mikið magn!

Öll börnin fengu gefins fjölnota innkaupapoka frá Sorpu til þess að taka með heim.