Mælaborð

Mælaborðið sem finna má á heimsmarkmiðin.is gerir á myndrænan hátt grein fyrir stöðu allra 169 undirmarkmiða heimsmarkmiðanna á Íslandi. Staðan byggir á mati sérfræðinga í ráðuneytunum og stöðu Íslands gagnvart þeim mælikvörðum sem fylgja undirmarkmiðunum og Hagstofa Íslands heldur utan um. Tilgangur mælaborðsins er að veita yfirsýn yfir yfirgripsmikla vinnu stjórnvalda að framgangi heimsmarkmiðanna.