Skip to main content

Efni og áhöld
Kertavax úr afgöngum t.d. hvít eða rauð (best að nota fá liti), skaftpott, dagblöð, kveik, tannstöngul, hellu til að hita.

Framkvæmd
Bræðið vaxið á lágum hita. Þegar vaxið er bráðið er því hellt í form. Formin þurfa að vera úr hitaþolnum efnum, það er t.d. upplagt að nota niðursuðudósir eða blómapotta.
Ef þið notið niðursuðudósir, gerið þá gat á botninn setjið tannstöngull til að festa þráðinn neðst og hella síðan í.
Hægt er að skreyta dósina eða pottinn.

Afhverju að búa til sitt eigið kerti?

Af hverju að búa til sitt eigið kerti þegar hægt er að kaupa ódýr kerti í næstu búð?
Við endurnýtum vax sem annars hefði farið í ruslið
Það er gaman að búa það til
Það er meiri stemmning að kveikja á kerti sem þú hefur gert sjálfur.
Það er gaman að gefa kerti sem þú hefur gert sjálfur.

Þetta tengist líka menningu okkar og fortíð.

Áður fyrr var ekki hægt að fara út í næstu búð til þess að kaupa kerti, fólk þurfti að búa til sín eigin kertir. Búin voru til kerti sem kölluðust tólgarkerti, í staðinn fyrir vax var mör úr kindum, hrossafeiti, hvalspik, sellýsi notað. Tólgin var brædd og hellt í djúpt ílát. Ofan í þetta var svo kveiknum dýft en hann var oft gerður úr gömlum lérefts flíkum sem rifnar höfðu verið í ræmur, en kveikurinn var einnig oft gerður úr hrosshári, snúinni ull eða fífu. Það var oftast starf barna og unglinga að safna fífu á sumrin.
Á aðfangadagskvöld var hefð fyrir því að allir á heimilinu fengu sitt eigið tólgarkerti og var kerti algeng jólagjöf.