Skip to main content

Aldur: 3-5 ára

Áhöld og efni: upplýsingaveitur um veður t.d www.vedur.is

Markmið:

Að vekja athygli barnanna á mismunandi veðri.

Að börnin velti fyrir sér mismunandi klæðnaði eftir veðri.

Efla virðingu barnanna fyrir umhverfi sínu með því að upplifa og njóta veðurs á margvíslegan hátt.

Leyfa börnunum að kynnast fyrirbærum og breytingum í umhverfinu með tilliti til veðurs.

Framkvæmd:

Börnin líta til veðurs og taka sameiginlega ákvörðun um í hvaða föt þau þurfa að klæðast þegar þau fara út. Börnin velja stað úti til að kanna hvernig veðrið er. Börnin kanna veðrið: Er logn eða vindur, kalt eða heitt, blautt eða  þurrt? Til að kanna veðrið geta börnin athugað hvort hárið fjúki, fundið með höndunum hvort það sé rigning eða lagst niður og lokað augunum til að hlusta á veðrið. Börnin hvött til að finna fleiri leiðir til að kanna veðrið til dæmis með misþykk blöð hvað þarf mikin vind til að hreyfa þau og finna vindátt með bandspotta.

Áður en farið er inn er börnunum boðið að fara úr skóm og sokkum og hlaupa berfætt á útisvæðinu

Inni við er hægt að búa til þekkingarvef þar sem leikskólakennarinn skrifar niður eftir börnunum hvað þau vita um veðrið, veðrabreytingar og klæðnað eftir veðri.