Skip to main content

Námsefnið Lifandi náttúra – Lífbreytileiki á tækniöld er safn verkefna sem tengjast á einhvern hátt lífbreytileika (líffræðilegri fjölbreytni). Unnið er með viðfangsefnið á fjölbreyttan máta þar sem hvert verkefni getur verið sjálfstætt verkefni eða hluti af stærri heild.

Lífbreytileiki með ungum nemendum

Verkefni í rafbókinni er ætluð nemendum á yngsta stigi grunnskóla en einnig er hægt að nýta hana í eldri hópum leikskóla. Bókin skiptist í fimm kafla, fyrstu tveir kaflarnir henta yngri nemendum á yngsta stigi og kaflar þrjú og fjögur henta eldri nemendum á því sviði. Í fimmta kafla eru stærri verkefni sem taka lengri tíma.

Útivera, hreyfing og samvinna

Áherslur námsefnisins eru að það stuðli að útiveru, hreyfingu, samvinnu, nýti snjalltæki og sé verkefnamiðað. Efnið er hugsað sem leiðbeiningar fyrir kennara til að vinna með lífbreytileika á verklegan og fjölbreyttan máta.

Námsefnisgerðin var styrkt af Erasmus+ verkefni Evrópusambandsins, Arcimedes sjóðnum í Eistlandi og Sprotasjóði. Námsefnið er gefið út af Landvernd undir merkjum Skóla á grænni grein í samvinnu við Menntamálastofnun.

Sigurlaug Arnardóttir, sérfræðingur hjá Skólum á grænni grein fór með umsjón verkefnisins.

Hob’s adventures er samvinnuverkefni kennara frá fjórum löndum, Íslandi, Slóveníu, Lettlandi og Eistlandi. Landvernd fer með umsjón verkefnisins á Íslandi