Skip to main content

Aldur: 4-8 ára

Framkvæmd

Notið púsluspilin eins og þau eru eða málið þau í lit sem hentar. Hér eru nokkrar hugmyndir hvernig nýta má púsluspil í jólaföndur.

  • Búið til myndaramma með því að líma púsluspilum í hring á harðspjalda pappír eða bylgjupappa.
  • Límið nokkur púsluspil saman þannig að þau myndi snjókorn límið band á og hengið t.d. á jólatréð.
  • Málið púsluspil sem er í stærri kantinum, skrifið á það með penna í andstæðum lit og notið sem merkispjald.
  • Límið nokkur púsluspil í hring og búið til jólakrans, límið band í og hengið á jólatré eða í glugga.

Innpökkun

Nýtið efni eins og gardínur, gamlar skyrtur, dagblöð, snakkpoka eða gamlan pappír til þess að pakka gjöfinni inn.

Púsluspil, landvernd.is