Hvernig eru verkefnin metin?

Tvær dómnefndir fara yfir verkefni nemenda. Matsviðmið keppninnar koma frá YRE sem er alþjóðlega verkefnið sem Umhverfisfréttafólk byggir á.

Tveir fasar

 • Þegar verkefnum er skilað í keppnina hefst starfsfólk Landverndar handa við að yfirfara öll verkefni samkvæmt þeim viðmiðum sem má finna hér að neðan. Valin eru 10 – 15 verkefni sem hljóta flest stig og komast þau í undanúrslit.
 • Viku síðar fer fjölmiðladómnefnd yfir þau verkefni sem eru í undanúrslitum og velja sigurvegara. Dómnefndin samanstendur af reynslumiku fólki í miðlun upplýsinga á vettvangi fjölmiðla og kvikmyndagerðar.

Dómarar fá að sjá hvaða viðmið starfsfólk Landverndar studdist við en er ekki skylt að fylgja þeim. Vegna sérfræðiþekkingar dómara byggir mat þeirra fyrst og fremst á eigin reynslu.

Matsþættir

Í hverjum lið eru valin tölugildi frá 0 – 5. 

 • = Uppfyllir engin viðmið
 • 1 = Uppfyllir rétt svo viðmið (hluta viðmiða)
 • 2 = Nokkuð gott
 • 3 = Gott
 • 4 = Mjög gott
 • 5 = Frábært

Eftirfarandi atriði eru metin í fyrsta fasa:

Uppbygging og gæði

 • Verkefnið svarar spurningunum hvað? Hvar? Hvernig? Hvenær? Af hverju?
 • Verkefnið er áhrifaríkt, vandað og vel framsett.

Sanngirni og hlutlægni

 • Verkefnið byggir á staðreyndum.
 • Heimildir verkefnisins eru (virðast) áreiðanlegar.

Fróðleikur

 • Verkefnið tekur til sögulegra, fjárhagslegra, félagslegra og/eða pólitískra þátta auk umhverfisþátta.
 • Verkefnið er sett í stærra samhengi (framtíðarpælingar)
 • Verkefnið er lausnamiðað, lausnin er skýr og rökstudd.

Frumleiki og sjálfstæði

 • Verkefnið er frumlegt.
 • Nemendur hafa valið krefjandi efni og takast vel á við það (hafa t.d. farið á vettvang til þess að taka viðtöl eða leita sér þekkingar, eða lagt augljóslega mikið á sig til þess að koma skilaboðunum á framfæri).
 • Verkefnið er grípandi og áhrifaríkt (myndi ná til margra).

Miðlun 

 • Verkefninu hefur verið miðlað á minnst þrjá mismunandi vegu til almennings.
 • Þátttakendur hafa upplýst hvernig afurðinni var dreift innan og utan skóla.

Heimsmarkmiðin