Skip to main content

Aldur: 6-16 ára

Markmið:

  • Að nemendur fái tilfinningu fyrir því að hvaðan fötin koma
  • Að nemendur átti sig á því að Jörðin skaffar okkur allt það sem við þurfum. Allt hráefni í fatnaði kemur frá Jörðinni

Tími: 1-2 kennslustundir

Framkvæmd:

Textíll sem notaður er í fatnað og ýmsan annan varning eins og púða, sófa, gardínur o.fl. er unnin úr mjög ólíkum efnum sem koma öll frá auðlindum Jarðarinnar.  Oft eru efnin úr náttúrulegum trefjum eins og bómull, hör og ull, en einnig úr tilbúnum efnum sem framleidd eru úr hráolíu eins og akrýl, nælon og pólýester.

Því meira sem við kaupum, því meira þarf að búa til og því meira sem við búum til því meira þurfum við að taka frá jörðinni.

Nemendur skoða fötin sín og finna uppruna þeirra. Leitið upplýsinga á netinu og svarið spurningum hér að neðan.

Spurningar

  • Hvar eru fötin framleidd (það sést á litlum miða sem er festur á flíkina)?
  • Úr hvaða efni eru þau (það sést á litlum miða sem festur er á flíkina?
  • Hvernig eru þau framleidd, hvernig verður t.d. bómullarpeysa til?
  • Hvernig tengist hluturinn náttúrunni?
  • Er hluturinn nauðsynlegur, áttu mörg samskonar föt?
  • Er auðvelt að endurnýta eða endurvinna fötin?
  • Hvað verður um fötin þegar þú ert hættur að nota þau?