Orðið hnattrænt þýðir að eitthvað er mikilvægt fyrir allan hnöttinn, sem sagt fyrir alla Jörðina og hefur áhrif á okkur öll hvar sem við búum í heiminum.
Réttlæti felur í sér að mannréttindi séu virt og að allir Jarðarbúar hafi jafnan rétt til að uppfylla ákveðnar grunnþarfir. Grunnþarfir eru m.a að hafa nóg að borða, hreint vatn að drekka, aðgang að húsnæði og föt til að klæðast í auk þess að hafa möguleika til þess að mennta sig og hafa aðgang að læknisþjónustu. Allir Jarðarbúar eiga að hafa sama rétt (óháð kynþætti, litarhætti, kynferði, kynhneigð, tungu, trú, skoðun, þjóðerni, uppruna, eigum, ætterni eða öðru).
Þessi réttur allra Jarðarbúa hefur verið samþykktur með alþjóðlegum sáttmálum. Og í heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóða kemur hnattrænt réttlæti fram í einstökum markmiðum og sem eitt af aðaleinkennum allra markmiðana sem tengir þau saman.
Hnattrænt réttlæti felur í sér að allir Jarðarbúar hafa sömu tækifæri til þess að lifa eins góðu lífi og hægt er. Hnattrænt réttlæti þýðir líka að við þurfum að skipta náttúrulegum auðlindum, auk réttinda og tækifæra á sanngjarnan hátt á milli okkar Jarðarbúa alls staðar í heiminum.
Með öðrum orðum: Við deilum heiminum með hvort öðru – nóg handa öllum, alltaf!
Því miður þá eru peningar, eignir og möguleikar til góðs lífs dreift á mjög ójafnan hátt, bæði milli fólks innan hvers lands og svo milli landa.
Víða býr fólk í mikilli fátækt, börn deyja úr hungri, konur deyja við fæðingu barna, fjöldi barna fá ekki tækifæri til þess að ganga í skóla, heldur vinna langan vinnudag við erfiðar, fólk er á flótta undan stríði….vegna þurrka…. eða flóða af völdum loftslagsbreytinga.
Á sama tíma er fjöldi fólks, sérstaklega í ríkum vestrænum löndum eins og á Íslandi, sem á miklu meira en nóg af öllu, sem sóar mat, fötum, rafmagni, vatni og fer reglulega í utanlandsferðir. Þar með notum við í ríkum löndunum miklu meira af auðlindum Jarðar fyrir okkur, ekki bara auðlindum í okkar löndum heldur einnig auðlindum í fátækari löndum. Því margar vörur eins og matur, föt og raftæki sem við notum, eru búnar til í fátækum löndum af fólki sem fær oftast ekki sanngjarnt borgað fyrir vinnu sína. Það er mjög óréttlát.
Við í ríku löndunum erum að menga meira og búa til meiri úrgang en þau í fátæku löndunum. Þannig berum við lang mesta ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda sem veldur loftslagsbreytingum eða loftslagshamförum. Ríkari löndin hafa losað lang mest af gróðurhúsalofttegundum í gegnum tíðina. Það sem eykur óréttlætið enn meira er að það fólk sem hefur losað sem minnst verður jafnvel fyrir sem mestum neikvæðum áhrifunum af loftslagshamförum. Það er vegna þess að þau búa í löndum þar sem flóð, þurrkar og fellibylir eru algengari. En einnig vegna þess að það fólk er oft fátækt fyrir og býr í löndum sem hafa litla möguleika á því að hjálpa sínu fólki. Þannig getur t.d. minni uppskera vegna flóða eða þurrka aukið
hungursneyð á svæðinu. Staða loftslagsmála ýtir enn meira undir óréttlæti milli fólks í ríkum og fátækum löndum og því er mikilvægt að fara í aðgerðir sem stuðla að loftslagsréttlæti.
Við öll í ríku löndunum þurfum að læra að vera ánægð með minna, minnka neyslu okkar og hætta að sóa. Ef við kaupum vörur sem eru framleiddar í öðrum löndum getum við lagt áherslur á að kaupa vörur sem hafa „Fair Trade“ merki sem er merki um sanngjarna viðskiptahætti þar sem fólkið sem býr til vörunnar hefur fengið sanngjarnt verð fyrir þessa framleiðslu. Það er einnig mikilvægt að við séum meðvituð um núverandi hnattræna óréttlætið og finnum til samkenndar með fólk sem býr við fátækt og óréttlæti. Við getum safnað pening til góðgerðasamtaka sem hjálpa fátæku fólki. Og svo skiptir máli að við látum í okkur heyra, bæði heima, í samfélaginu okkar og hjá stjórnvöldum um að við viljum meira hnattrænt réttlæti og jafnari dreifingu á peningum, vörum og öðrum lífsgæðum og að við viljum lög og reglur sem koma því á.