Grænfánaverkefnið hvetur þátttakendur til jákvæðra aðgerða þar sem nemendur fá tækifæri til þess að taka upplýstar ákvarðanir og takast á við raunveruleg verkefni er varða sjálfbærnimál. Slík vinna felur í sér samvinnu bæði milli nemenda og nemenda og samfélagsins.

Grænfánaverkefnið leggur mikið upp úr því að nemendur séu virkir í sínu námi sínu og unnið er með raunverulega vandamál. Virkt nám hvetur til virkar þátttöku og frumkvæðis nemenda í námsferlinu, frekar en að þeir meðtaki eða leggi á minnið upplýsingar frá kennara. Nemendur eru virkir í umræðum og hafa áhrif á verkefni sín. Þeir fá tækifæri til þess að vinna með raunveruleg verkefni sem reyna á gagnrýna hugsun eins þau eru skilgreind af flokkunarkerfi Bloom, sem skiptist í greiningu, nýsköpun og mat.

Greining: Nemendur beita gagnrýnni hugsun á fyrirbæri, heimildir, hugmyndir og gögn. Nemendur kryfja ákveðin málefni  til mergjar og skoða hvernig þau tengjast sín á milli. Þeir færa rök fyrir máli sínu, draga ályktanir, styðja mál sitt með heimildum og setja fram tilgátur.

Nýsköpun: Nemendur nýta þekkingu sem þeir hafa til að setja fram hugmyndir, tillögur og lausnir. Benda á nýjar leiðir tengja saman ólíkar hugmyndir og finnan nýjar. Með nýsköpun eiga nemendur að hanna, þróa og semja.

Mat: Nemendur leggja mat á upplýsingar, viðhorf, skoðanir og gildismat. Útskýra mismunandi viðhorf og bera saman, meta og taka afstöðu.

Með því gefa nemandanum tækifæri til þess að stunda virkt nám eins og lagt er upp með í Grænfánaverkefninu eykur það líkurnar á að hann