Skrefin 7

1. Umhverfisnefnd

Fyrsta skrefið er að setja á laggirnar umhverfisnefnd í skólanum. Nemendur og starfsfólk vinna saman að breytingum í átt að sjálfbærni í skólanum.

Rebbi - umhverfisnefnd
Mat á stöðu umhverfismála

2. Mat á stöðu mála

Annað skref er að meta stöðu umhverfismála í skólanum. Nefndin velur þema og notast er við gátlista.

3. Aðgerðaáætlun og markmið

Þriðja skrefið er að setja sér markmið og gera aðgerðaráætlun. Hvað viljið þið gera? Hverju viljið þið breyta? Nemendur og starfsfólk taka virkan þátt.

Markmiðssetning
Rebbi-eftirlit og endurmat

4. Eftirlit og endurmat

Fjórða skrefið er að hafa eftirlit með vinnunni og endurmat á markmiðum sem nefndin setti sér. Höfum við náð markmiðum? Þarf að setja ný? Hvernig metum við árangurinn?

5. Námsefni og námskrá

Fimmta skrefið er að samþætta grænfánavinnuna við í námsefnið í skólanum og innleiða grunnþætti menntunar í allt skólastarf.

námsefnisgerð
Rebbi - Fréttabréf

6. Upplýsa og fá aðra með

Sjötta skrefið er að upplýsa og fá aðra með. Mikilvægt er að auka tengsl skólans og nemenda við nærsamfélagið og segja frá því sem vel er gert.

7. Umhverfissáttmáli

Sjöunda skrefið er umhverfissáttmáli. Sáttmálinn er loforð til Jarðarinnar sem nemendur og starfsfólk koma sér saman um.

Rebbi - umhverfissáttmálinn