Leikskólar

Þeir leikskólar sem gerast Grænfánaskólar leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um heim sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.

 Leikskólabörn tileinka sér lýðræðisleg vinnubrögð með hjálp leikskólastarfsmanna við að taka ákvarðanir um umhverfisbætur. Starfsfólk leikskólanna útskýra umhverfismálin fyrir nemendum á máli sem þeir skilja en ekki að taka ákvarðanir fyrir nemendur.

Skrefin sjö eru vinnuferlið, þemun eru efnistökin.

Skrefin 7

Skrefin sjö eru verkfæri sem notuð eru til þess að innleiða breytingar í átt að sjálfbærni í leikskólastarfinu. Skrefin sjö eru unnin í samvinnu barna og starfsfólks og eru leidd af Grænfánanefnd. Hvert skref er mikilvægur liður í menntun til sjálfbærni. Þegar skrefin sjö hafa verið stigin er tímabært að sækja um Grænfána sem viðurkenningu fyrir vinnuna.

Skoða skrefin 7

Þemu

Fyrir hvert Grænfánatímabil velja skólar sér eitt eða fleiri þemu til að vinna að. Öll þemu Grænfánans byggjast á menntun til sjálfbærni og eru tengd grunnþáttum menntunar og Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Skoða þemu