Framhaldsskólar

Á framhaldsskólastigi í Grænfánavinnunni er mælst til þess að nemendur sjá sem mest um framkvæmd Skóla á grænni grein innan skólans.

Nemendur leitast við að stíga skrefin sjö með stuðningi frá stjórnendum og starfsfólki skólans. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum og fæst sú viðurkenning endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um heim sem tákn um árangursríka vinnu að  umhverfismálum og sjálfbærni innan skóla.

Menntun til sjálfbærni eykur færni og hæfni nemenda til að greina stöðu mála í umhverfi sínu og hafa áhrif. Nemendur fá tækifæri til þess að velta fyrir sér áskorunum sem blasa við mannkyninu og taka til aðgerða.

Til þess að auðvelda framhaldsskólum framkvæmdina hefur verið þróaður sérstakur áfangi í kringum verkefnið. Öllum framhaldsskólum er frjálst að bjóða uppá áfangann og aðlaga að sínum skóla. Það er þó engin krafa að skólar í verkefninu bjóði upp á áfangann. Gögn sem tengjast áfanganum má finna hér

Skrefin sjö eru vinnuferlið,  þemun eru efnistökin.

Skrefin 7

Skrefin sjö eru verkfæri sem skólar á grænni nota til að innleiða breytingar í átt að sjálfbærni í skólastarfið. Skrefin sjö eru unnin í samvinnu nemenda og starfsfólks og eru leidd af umhverfisnefnd. Hvert skref er mikilvægur liður í menntun til sjálfbærni. Þegar skrefin sjö hafa verið stigin er tímabært að sækja um grænfána sem viðurkenningu fyrir vinnuna.

Skoða skrefin 7

Þemu

Fyrir hvert grænfánatímabil velja skólar sér eitt eða fleiri þemu til að vinna að. Öll þemu byggjast á menntun til sjálfbærni og eru tengd grunnþáttum menntunar. Mikilvægt er að allir í skólanum þekki til þemans.

Skoða þemu