Heims
markmiðin

Tenging verkefnisins við hvert og eitt Heimsmarkmið

Grænfánaverkefnið er nám án aðgreiningar sem hægt er að aðlaga að hvaða nemendahópi sem er, óháð félagslegri stöðu og menningarlegum bakgrunni. Grænfánaverkefnið á að opna augu nemenda fyrir stöðu, aðstæður og orsakir fátæktar, efla samkennd, hugmyndaflæði og aðgerðavilja nemenda til þess að stuðla að minni fátækt hvort sem er í nærumhverfi, í eigin landi eða á heimsvísu.

Nokkur þemu Grænfánaverkefnisins stuðla að meiri meðvitund um sjálfbæra matvælaframleiðslu og áhrif hennar á næringu. Margir skólar hafa garða til að kenna sjálfbæra ræktun, nemendur fá fræðslu um staðbundnar matvörur og mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika í landbúnaði. Grænfánaverkefnið eykur hnattræna vitund nemenda og eflir þau til að sjá leiðir til að minnka hungur í heiminum og hvernig hægt er að hafa áhrif.

Lýðheilsu þemað stuðlar að heilsu og vellíðan. Náttúran og nærumhverfið spilar stórt hlutverk í Grænfánanum og hefur það verið marg sannað að jákvæðar upplifanir í náttúrunni hafi jákvæð heilsufarsleg áhrif. Nemendur læra einnig um ástand heilsumála og vellíðan annars staðar í heimunum, hvernig þau tengjast hinum heimsmarkmiðunum og hvaða aðgerðir þarf að fara í.

Við einsetjum okkur að útrýma fátækt og hungri og að sjá til þess að allt fólk geti nýtt tækifæri sín með reisn og búið í heilbrigðu umhverfi þar sem jafnræði ríkir.

Grænfánaverkefnið er viðurkennt af UNESCO sem helsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag. Það á að auka og efla gildi, hæfni og getu nemenda og alls skólasamfélagsins til að stuðla að sjálfbærri þróun innan samfélaga. Aðferðafræði Grænfánans er öflugt tæki til að veita gæða menntun til sjálfbærrar þróunar á öllum skólastigum. Mikil áhersla er lögð á valdeflingu nemenda í verkefninu. Verkefnið hvetur til sköpunar, er sveigjanlegt og má útfæra á fjölbreyttan hátt eftir aðstæðum. Fjölbreyttir hópar nemenda taka þátt í verkefninu á heimsvísu, óháð uppruna þeirra og félagslegum aðstæðum. Sú nálgun og útfærsla að skólar á öllum skólastigum taka þátt á heildrænan hátt með þátttöku allra í skólasamfélaginu tryggir menntun til sjálfbærni frá unga aldri til fullorðins aldurs.

Grænfánastarfið vinnur ekki eingöngu í anda jafnrétti kynjanna heldur stuðlar líka að gildum eins og t.d. virðingu, samkennd og samstöðu til að auka hæfni nemenda að iðka jafnrétti kynjanna í daglega lífi. Eins getur grænfánastarfið opna augun nemenda fyrir stöðu kynjanna í öðrum löndum og þörfina til að stuðla að jafnrétti allsstaðar.

Innan Grænfánastarfsins eru nemendur hvattir til þess að vera meðvitaðir um notkun vatns, um mikilvægi þess að hafa aðgengi að hreinu vatni og að hvorki  ætti að sóa né menga vatn. Þemað vatn leggur sérstaklega áherslu á þetta með því að kynna mikilvægi vatns, hættur sem steðja að þessum lífsgjafa og hvað þarf að gera til að vernda vatnið bæði á Íslandi og á heimsvísu.  Einnig eru mörg þemu sem vekja athygli á því hversu einfalt það er að draga verulega úr vatnsnotkun, t.d í þemanu neysla og hringrásarhagkerfið.

Við einsetjum okkur að vernda jörðina fyrir hnignun, meðal annars með sjálfbærri neyslu og framleiðslu, með því að nýta náttúruauðlindir með sjálfbærum hætti og að grípa til brýnna aðgerða vegna loftslagsbreytinga til þess að jörðin geti þjónað þörfum núlifandi og komandi kynslóða.

Grænfánaverkefnið stuðlar að orkusparnaði með fjölbreyttum verkefnum og hvetur skólann, kennara og nemendur til þess að finna lausnir til að draga úr orkunotkun innan skólanna, innan heimila nemenda og kennara, sem og víðar samfélag. Í þemanu orka vinnur skólinn að því að auka vitund um orkumál og hvernig bæta megi orkunýtingu innan skólans. Grænfánaverkefnið stuðlar að hæfni nemenda að vega og meta áhrif orkugjafa á náttúru og samfélag, mynda sér skoðun og geta rökstudd hana. Verkefnið eflir gagnrýnin og skapandi hugsun til þess að finna leiðir í orkumálum í anda sjálfbærrar þróunar.

Grænfánaverkefnið eflir skilning á sjálfbærnimálum meðal nemenda, en slíkur skilningur skiptir lykilmáli í nútíma samfélagi. Í náminu læra nemendur að taka forystu í verkefnum tengdum sjálfbærri þróun og þjálfast í að finna sjálfbærar lausnir. Þekking þeirra og reynsla sem aflað er með Grænfánaverkefninu getur vakið frekari áhuga þeirra á störfum sem tengjast sjálfbærni og víkkað möguleika þeirra á vinnumarkaði. Grænfánaverkefnið getur veitt nemendum innsýn í samband milli hagkerfis og sjálfbærrar þróunar og hvernig hagkerfið þyrfti að vera byggt upp til að geta stuðlað að sjálfbærri þróun.

Með innleiðingu Grænfánaverkefnisins er nýsköpun í sjálfbærri þróun er eflt innan skólans. Mörg verkefna sem eru í boði ýta undir það að nemendur komi með hugmyndir um sjálfbærar nýjungar og beita fjölbreyttum nýsköpunar vinnubrögðum. Sköpunargleðin fær mikið pláss í þemum Grænfánans og lögð er áhersla á að nemendur líti á umhverfis- og samfélagsmálin með lausnamiðuðum hætti.

Grænfánaverkefnið fær nemendur frá ólíkum bakgrunni til þess að vinna að sameiginlegu markmiði. Verkefnið hvetur til samvinnu, samfélagslegrar ábyrgðar, leiðtogahæfni og skilnings á ólíkri menningu fólks. Þátttökuskólar eru frá sex heimsálfum og eru alþjóðleg samstörf Grænfánaskóla stöðugt að hvetja ný lönd til þátttöku í verkefninu í þeim tilgangi að auka tengslanetið og veita sem flestum aðgang að menntun til sjálfbærni. Réttlæti og þar með aukin jöfnuður er ein af grunneinkennum sjálfbærrar þróunar og stuðlar grænfánaverkefnið að aukinni réttlætiskennd, samkennd og hnattrænni vitund sem eflir nemendur í því að stuðla að auknum jöfnuði hvort sem er í nærsamfélagi, í eigin landi eða hnattrænt.

Með því að samþætta þemu eins og Neysla og hringrásarhagkerfið, Samgöngur og Náttúruvernd inn í námið læra nemendur hvernig hægt er að draga úr umhverfisáhrifum skólanna sinna sem og áhrifum sem koma frá þeirra persónulega lífsstíl. Með því að hlúa að ábyrgri hegðun innan skólaumhverfisins munu nemendur einnig læra að meta og vernda menningar- og náttúruarfleifð í landinu sínum, sem og erlendis. Grænfánaverkefnið á að efla meðvitund nemenda á áhrifum eigins lífsstíls á umhverfi og samfélag og stuðla að breytingum til að minnka eigið vistspor sem og hvernig hægt er að hafa áhrif á aðra, samfélagið og stjórnvöld

Við einsetjum okkur að sjá til þess að allt fólk geti notið hagsældar í lífinu og náð að njóta sín til fulls og að efnahagslegar, félagslegar og tæknilegar framfarir verði í sátt við náttúruna.

Grænfánaverkefnið styður við ábyrga neyslu og framleiðslu í gegnum mörg þemu. Nemendur eru hvattir til þess hugleiða neysluvenjur sínar, minnka sitt vistspor og þróa hugmyndir og lausnir fyrir sjálfbærari nýtingu auðlinda. Fræðsla um endurvinnsla og minnkun úrgangs eru órjúfanlegur hluti af Grænfánanum. Með gagnrýnni hugsun skoða nemendur framleiðslu- og neysluhætti og þróa hugmyndir um það hvernig væri hægt að breyta þeim í átt að auknu sjálfbærni og hvernig þeir sjálfir geta haft áhrif á slíka þróun.

Mörg verkefni í Grænfánanum sem í boði eru stuðla að því að nemendur grípi til aðgerða í loftslagsmálum. Grænfánavinnan getur haft áhrif á marga, innan sem utan skólans og eru nemendur hvattir til þess að hafa áhrif á nærsamfélagið með aðgerðum. Þá hafa nemendur kost á því að kynnast fjölbreyttum nálgunum á loftslagsmálin og loftslagsréttlæti í gegnum þemu Grænfánans. Grænfáninn hefur einnig staðið fyrir loftlagsþingi og framtíðarsmiðju fyrir ungmenna og stefnir að því að gera það á landsvísu.

Mengun sjávar og ósjálfbær nýting á hafinu eru brýn mál tuttugustu og fyrstu aldar, þess vegna er eitt af nýju þemum Grænfánans Hafið sérstaklega byggt á umhverfi sjávar og stranda. Nemendur fræðast um mengun hafsins og neikvæð áhrif þess á gróður og dýralíf sjávar. Ennfremur læra nemendur um mikilvægi þess að nota auðlindir hafsins á ábyrgan hátt. Hreint haf og Hreint haf – plast á norðurslóðum er námsefni sem gefið er út af Landvernd og er kjörið að nýta það við vinnu að þessu markmiði.

Grænfánaverkefnið stuðlar að náttúruvernd, vistheimt og sjálfbærri nýtingu vistkerfa í gegnum mörg mismunandi þemu verkefnisins. Fjölmörg verkefni og námsefni nýtast við vinnu að þessu markmiði eins og t.d Lifandi náttúra – lífbreytileiki á tækniöld og Náttúra til framtíðar en er m.a fjallað um lífbreytileika, náttúruvernd, loftlagsmálin og vistheimt. Grænfánavinnan miðar að því fræða nemendur um mikilvægi heilbrigðra vistkerfa og hvetur þá til þess að grípa til jákvæðra aðgerða í verndun lífbreytileika, vistkerfa og náttúrunnar sem heild.

Réttlæti og lýðræðisleg gildi eru órjúfanlegur þáttur í Grænfánastarfinu. Í gegnum umhverfisnefndina læra nemendur hvernig lýðræðisleg ákvarðanataka fer fram og hvernig ber að virða sýn og skoðanir annarra. Grænfánaverkefnið stuðlar að gildum eins og réttlæti, samkennd, kærleik, virðing og umhyggju sem eru mikilvæg grunngildi fyrir réttlát og friðarsinnuð ríki.

Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun eru innleidd á heimsvísu í gegnum Grænfánaskólanna með menntun til sjálfbærni. Grænfánaverkefnið eflir hæfni til samvinnu og hnattræna vitund sem stuðlar að skilningi fyrir mismunandi aðstæðum í heiminum og þörfina til að vinna saman. Nemendur læra um ábyrgð vestrænna landa á ofnýtingu náttúrunnar, loftslagsóréttlæti og arðráni í fátækari ríkjum sem eflir meðvitund þeirrar á nauðsynlegum aðgerðum og aðstoð handa þeim sem minna mega sín.