Skip to main content

Grænfánaverkefnið fær enn meira vægi á alþjóðlegum vettvangi 

Sameinuðu Þjóðirnar hleyptu nýverði af stokkunum alþjóðlegu samstarfsverkefni um “Græna menntun” (The greening education partnership) til að styðja við lönd í að flýta fyrir innleiðingu á loftslagsfræðslu. Foundation for environmental education (FEE) sem rekur Grænfánaverkefnið á alþjóðlegum vettvangi hefur formlega verið samþykkt í þessu samstarfsframtaki sem leiðandi aðili.  

Sameinuðu Þjóðirnar hafa áður nefnt Grænfánaverkefnið sem helsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag. Með þessu samstarfi fær Grænfánaverkefnið enn meira vægi sem leiðandi verkefni í loftslagsfræðslu og menntun til sjálfbærni á öllum skólastigum.  

Þið frábæru grænfánaskólar megið verið stoltir með ykkar framlag og haldið áfram að vera öflugir áhrifavaldar á vegferð okkar mannkyns í átt að sjálfbærri þróun. 

Frekari upplýsingar um samstarfsverkefnið má finna hér

Er skólinn ekki þátttakandi í Grænfánaverkefninu? Skráðu skólann hér