Það kannast margir við að langa í ný föt. Við segjum stundum, mig langar nýjar buxur, mig langar í nýja úlpu og jafnvel þó að nóg sé af flíkum inni í skáp.
Afhverju viljum við ný föt, ef við eigum nóg?
Stundum slitna fötin okkar, þau verða of lítil, sumir kaupa föt til sér til skemmtunar, eru nýungagjarnir, eru að eltast við ákveðna ímynd eða eru þrælar tískunnar.
Þeir sem stjórna tískunni breyta henni mjög hratt, þannig geta fataframleiðendu selt sífellt meira. Einn daginn er ákveðinn litur, snið eða hælar á skóm í tísku, næsta dag er það ekki smart lengur og þú þarft að kaupa nýtt til þess að tolla í tískunni. Sumir leggja mikið á sig og eyða miklum peningum til þess að vera alltaf í nýjustu tísku.
Stundum er sagt að betra sé að hafa persónulegan stíl heldur en að eltast við tískuna endalaus. Hvað finnst þér flott, hvað fer þér vel? Er hægt að blanda saman gömlu og nýju?
Það kannast margir við að langa í ný föt. Við segjum stundum, mig langar nýjar buxur, mig langar í nýja úlpu og jafnvel þó að nóg sé af flíkum inni í skáp.
Afhverju viljum við ný föt, ef við eigum nóg?
Stundum slitna fötin okkar, þau verða of lítil, sumir kaupa föt til sér til skemmtunar, eru nýungagjarnir, eru að eltast við ákveðna ímynd eða eru þrælar tískunnar.
Þeir sem stjórna tískunni breyta henni mjög hratt, þannig geta fataframleiðendu selt sífellt meira. Einn daginn er ákveðinn litur, snið eða hælar á skóm í tísku, næsta dag er það ekki smart lengur og þú þarft að kaupa nýtt til þess að tolla í tískunni. Sumir leggja mikið á sig og eyða miklum peningum til þess að vera alltaf í nýjustu tísku.
Stundum er sagt að betra sé að hafa persónulegan stíl heldur en að eltast við tískuna endalaus. Hvað finnst þér flott, hvað fer þér vel? Er hægt að blanda saman gömlu og nýju?
Fataiðnaður er einn mesti mengunarvaldur í heiminum í dag. Með því að kaupa ný föt þá erum við að ýta undir aukna framleiðslu, sem þarf stórt landrými og mikið vatn. T.d. til þess að búa til einar gallabuxur þarf um 20.000 þúsund lítra af vatni, sem er drykkjarvatn fyrir eina manneskju í um 28 ár. Í textílinn eru líka sett ýmis skaðleg efni sem menga út frá sér t.d. litarefni sem skolast út í drykkjarvatn.
Við þurfum kannski ekki að hætta því alveg en við gætum hugsað okkur betur um áður en við kaupum, þurfum við fötin?get ég keypt notuð föt eða fengið lánuð? Væri hægt að setja upp fataskiptimarkað í skólanum? Getum við frekar keypt föt sem eru framleidd á umhverfisvænan hátt ?
Getum við nýtt fötin betur sem við eigum, kannski breytt þeim og saumað ný úr efninu, ef við þurfum að losa okkur við föt þá á ekki að henda þeim ekki í ruslið heldur frekar selja þau eða gefa til hjálparstofnanna.
Við getum haft áhrif með því að hugsa áður en við kaupum og nýtt betur það sem við eigum og mundu umhverfisvænasta flíkin er sú sem þú átt nú þegar inn í skáp. Við Getum öll haft áhrif.