Í stuttu máli er það umhverfi, náttúra og samfélag í eða nálægt heimabyggð okkar.
En til þess að útskýra það aðeins nánar þá er hægt að skipta átthögum gróflega í nærumhverfi annars vegar og nærsamfélag hins vegar.
Til nærumhverfis telst þá það sem er að finna í umhverfinu, bæði náttúrulegt landslag, eins og fjöll og dalir, fossar og fjörur, og manngert umhverfi eins og byggingar, vegir, stígar og almenningsgarðar svo eitthvað sé nefnt.
Hvernig lítur nærumhverfi skólans út?
Eru hólar eða hæðir? Fjöll og dalir? Getið þið farið í ferð út fyrir skólann þar sem þið upplifið breytt landslag? Hvernig hefur það landslag myndast? Þekkir þú einhver örnefni í nærumhverfinu?
Til nærumhverfis telst þá það sem er að finna í umhverfinu, bæði náttúrulegt landslag, eins og fjöll og dalir, fossar og fjörur, og manngert umhverfi eins og byggingar, vegir, stígar og almenningsgarðar svo eitthvað sé nefnt.
Hvernig lítur nærumhverfi skólans út?
Eru hólar eða hæðir? Fjöll og dalir? Getið þið farið í ferð út fyrir skólann þar sem þið upplifið breytt landslag? Hvernig hefur það landslag myndast? Þekkir þú einhver örnefni í nærumhverfinu?
Þekking á nærumhverfinu eykur virðingu fyrir því og hvetur til bættrar umgengni.
Einstaklingar sem umgangast og þekkja náttúrulegt landslag í sinni heimabyggð eru líklegri til að taka afstöðu með náttúrunni og þannig stuðla að vernd hennar.
Með því að kynnast stofnunum og fyrirtækjum í nærsamfélaginu lærum við betur á samfélagið sem við búum í og vitum hvert við eigum að leita um ákveðin málefni.
Þannig getum við einnig haft áhrif á samfélagið og umhverfið til hins betra.
Hver einstaklingur eru mikilvægur hluti af sínu samfélagi.
Það er nauðsynlegt að ríkis- og sveitarstjórnir, fyrirtæki og stofnanir hafi umhverfi og fólkið í samfélaginu ætíð í fyrirrúmi við allar ákvarðanir og gjörðir.
Fólkið í samfélagins þarf að fá að hafa eitthvað að segja í ákvörðunum sem snerta það. Það á að hafa vald til að setja pressu á fólkið sem stjórnar.
Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað!